Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Má tjalda hvar sem er?

Það er margt sem þarf að hafa í huga ef þig langar að tjalda utan annars staðar en á tjaldsvæði. Í nóvember 2015 tók gildi ný náttúruverndarlöggjöf sem breytti því hvar leyfilegt er að tjalda. Nú má til dæmis ekki dvelja í tjaldvögnum, húsbílum, hjólhýsum eða öðru álíka utan skipulagðra tjaldsvæða nema með leyfi landeiganda.

Umhverfisstofnun hefur tekið saman hvað þarf að hafa í huga á tjaldferðalagi. Kynntu þér málið hér.

 

Má ég tjalda á veturna?

Það sem skiptir mestu máli þegar kemur að vetrarútlegum er veðrið. Þrátt fyrir að flestir séu meðvitaðir um kuldann sem fylgir íslenskum vetri þá gleymist stundum hvað veðrið, sérstaklega hitastigið, getur breyst hratt. Veðrið á Íslandi er einstaklega ófyrirsjánlegt og getur snúist á örfáum mínútum. Veðrið er einnig breytilegt á milli landshluta og oft er kaldara í norðurhluta landsins.

Þú getur kynnt þér ferðaupplýsingar fyrir hvern mánuð hér að neðan:

 

Ferðaupplýsingar