Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fjallaskálar

Á hálendi Austurlands eru fjallakofar og skálar helstu gistimöguleikarnir. 

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Breiðuvíkurskáli
Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar . Gistirými: 33 svefnpokapláss. Sími: Enginn. GPS: N65°27.830-W13.40.286. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði, kolagrill en ekki kol.. Ath: Skálinn er læstur á veturna en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin.    
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Egilssel v/Kollumúlavatn
Gistirými: 20 svefnpokapláss . Sími: Enginn. GPS: N64°36.680 - W15°08.780. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Kamar. Tjaldstæði. Ath. skálinn er læstur allt árið.Þar er lyklaboxVinsamlegast hafið samband við skrifstofuFerðafélags Fljótsdalshéraðs til að fá númersími: 863-5813
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Geldingafell
Gistirými: 16 svefnpokapláss. Sími: Enginn. GPS: N64°41.711-W15°21.681. Annað: Timburkamína til upphitunar. Kamar. Gashellur til eldurnar. Tjaldstæði.Ath. skálinn er læstur allt árið.Þar er lyklaboxVinsamlegast hafið samband við skrifstofuFerðafélags Fljótsdalshéraðs til að fá númersími 863 5813
Laugarfell
Laugarfell er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja. Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í nágrenni Laugarfells. Laugarfellsskáli er opinn frá 1. júní til 30 september.
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs var stofnað árið 1969 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið skipuleggur á hverju ári gönguferðir á mismunandi erfiðleikastigi og birtist áætlun yfir þær í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands og á heimasíðunni www.ferdaf.is. Eins stendur ferðafélagið fyrir gönguferðum annan hvern sunnudag allan ársins hring. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur sex gönguskála. Þrír þeirra eru á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri; Í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði. Tveir eru við gönguleiðina á Lónsöræfum; Geldingafell og Egilssel við Kollumúlavatn og einnig á Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ásamt Ferðafélagi Húsavíkur, Sigurðarskála.
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Húsavík
Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar . Gistirými: 33 svefnpokapláss. Sími: Enginn. GPS: N65°23.68-W13°44.42. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði, kolagrill en ekki kol.. Arh: Skálinn er læstur á veturna, en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin 
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Loðmundarfjörður/Klyppstaður
Í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppsstað í Loðmundarfirði er gistirými fyrir 38 manns í svefnpokaplássum. Um er að ræða rúmgóðan gönguskála á leið hinna víðkunnu Víknaslóða. Ekki er sími í skálanum Gistirými: 38 svefnpokaplássGPS: N65°21.909-W13°53.787Annað: Timburkamína til upphitunar, gashellur til eldunar, eldhústjald, vatnssalerni, sturta, þurrkklefi, hleðslubanki fyrir síma og myndavélar, kolagrill og tjaldstæði.Ath: Skálinn er læstur á veturna en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin. Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar
Vatnajökulsþjóðgarður – Snæfellsskáli
Snæfellsskáli rúmar um 45 manns í svefnpokaaðstöðu og um 30 í matsal. GPS staðsetning hans er 64.48.250 N / 15.38.600 V. Í skálanum er olíueldavél, rennandi vatn og vatnssalerni á sumrin. Á veturna er timburkamína og þurrsalerni. Við skálann er tjaldsvæði. Skálinn er staðsettur við rætur Snæfells á vegi F909. Yfir hásumarið bjóða landverðir upp á daglegar fræðslugöngur og fjöldi stikaðra og óstikaðra gönguleiða er við Snæfell og á Snæfellssöræfum. Inn við jökul má finna gestagötuna „Í faðmi jökla“. Tjaldsvæðið er á mel rétt við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði og liggur við veg F909.  Tæplega kílómeter er frá tjaldsvæðinu að uppgöngunni á Snæfell. Nokkrar merktar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu auk gestagötunnar „Í faðmi jökla“ inn við Brúar- og Eyjabakkajökul. Athugið að opnunartímar skála og tjaldsvæðið er mikið háð veðri og tíðarfari
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Sigurðarskáli
Sigurðarskáli í Kverkfjöllum er sameign Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Húsavíkur . Gistirými: 75 svefnpokapláss. Starfstími: Læstur á veturna. Skálavarsla yfir sumarmánuðina.. Sími: 863 9236. GPS: N64°44.850-W16°37.890. Annað: Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði. Gashellur til eldunar. Olíuvél til upphitunar.

Aðrir (4)

Karlsstaðir - Ferðafélag Fjarðamanna Vöðlavík, Fjarðabyggð 740 Neskaupstaður 894-5477
Leirás - Ferðafél. Djúpavogs/FÍ Bakka 1 765 Djúpivogur 478-8288
Múlaskáli Lónsöræfi 780 Höfn í Hornafirði 499-0068
Kverkfjöll - Jöklarannsóknafélag Íslands 125 Reykjavík 525-4800