Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Um Fáskrúðsfjörð
Fáskrúðsfjörður kemur mörgum á óvart með framandi yfirbragði en fjörðurinn býr yfir sterkum sögulegum tengslum við Frakkland sem enn í dag eru áberandi í bænum. Til dæmis bera allar götur í bæjarins bæði íslenskt og franskt nafn. Fáskrúðsfjörður varð löggildur verslunarstaður árið 1880, og frá seinni hluta 19. aldar fram til 1935 var þar aðalmiðstöð franskra sjómanna sem stunduðu veiðar við austurströnd Íslands. Bærinn er vel þekktur fyrir þessa frönsku arfleifð og sterk tenging er við vinbæ Fáskrúðsfjarðar í norður Frakklandi, Gravelines (þaðan komu flestir sjómennirnir sem veiddu við Ísland). Rétt fyrir utan bæinn er grafreitur franskra og belgískra sjómanna sem létust við Íslandsstrendur. Miðpunktur bæjarins er Franski spítalinn sem byggður var árið 1903. Hann hefur nú öðlast nýtt hlutverk sem hótel og veitingastaður, auk þess sem húsið hýsir hluta safnsins Frakkar á Íslandsmiðum. Safnið er með þeim flottari á Íslandi en það veitir einstaka upplifun og innsýn í líf erlendra sjómanna sem stunduðu veiðar við Ísland.

Hagnýtar upplýsingar