Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

BRAS
BRAS er menningarhátíð þar sem börnum er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðasta samhengi. Hún var haldin í fyrsta skipti í september 2018 og sem fyrr segir hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust.
List í Ljósi
Hátíðin List í ljósi er haldin á Seyðisfirði í febrúar ár hvert, þegar fyrstu geislar sólar ná til bæjarins eftir fjögurra mánaða fjarveru.
Vor / Wiosna
Vor / Wiosna Pólska listahátíðin Vor / Wiosna, fer árlega fram í Sláturhúsinu – menningarmiðstöð á Egilsstöðum. Hátíðin er einn af fáum árlegum menningarviðburðum á Íslandi sem helgaður er listrænni tjáningu innflytjenda og byggir þannig brýr milli tungumála, landamæra og kynslóða.
Ljósmyndadagar á Seyðisfirði
Á ljósmyndadögum á Seyðisfirði er ljósmyndun og kvikmyndagerð haldið á lofti. Það er Ströndin Studio sem stendur fyrir hátíðinni sem fer fram í maí ár hvert en á henni er boðið upp á fjölbreyttar ljósmynda- og kvikmyndavinnustofur og viðburði. Lögð er áhersla á að ná til fólks á öllum aldri og úr öllum stigum samfélagsins, allt frá áhuga- og heimafólki til fagfólks frá öllum heimshornum.
Flat Earth Film Festival
Flat Earth Film Festival er kvikmyndahátíð sem fer fram í Herðubíó á Seyðisfirði. Á hátíðinni er lögð áhersla á að sýna verk sjálfstæðra og framsækinna kvikmyndagerðarmanna. Efnistök eru fjölbreytt og sýnd eru bæði stutt videoverk og kvikmyndir í fullri lengd. Hátíðin fer fram árlega í október og nóvember.