Fara í efni

UM ÖRÆFI OG DALI

Það er margt hægt að upplifa og skoða á hálendi Austurlands. Við mælum með því að þið gefið ykkur að minnsta kosti þrjá daga í ferðina. Ef þið hafið ekki svo rúman tíma er alltaf hægt að velja eina eða tvær dagleiðir og koma aftur seinna. Hafa ber í huga að margir vegir á hálendinu eru lokaðir á veturna og því ekki hægt að komast hluta þessarar leiðar yfir vetrarmánuðina. Fylgist með færð á vegum á síðu Vegagerðarinnar.

Athugið að ef ykkur langar að gera allt sem við mælum með þá þurfið þið að gefa ykkur rýmri tíma. Sumar dagleiðirnar gera ráð fyrir akstri um svæði þar sem takmörkuð þjónusta er til staðar og því gott að vera við öllu búin. Einnig er oft um talsverðan akstur að ræða og því gott að vera búin að ákveða við hvaða áfangastaði á að stoppa svo þið verðið ekki dagþrota.

 

Áhugaverðir staðir

Vallanes
Vallanes
Hallormsstaður
Hallormsstaðaskógur
Trjásafnið í Hallormsstaðaskógi
Hengifoss
Snæfelsstofa, upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs
Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður
Óbyggðasetur Íslands
Fossahringur
Snæfell
Kárahnjúkar
Hafrahvammagljúfur
Laugarfell
Laugavalladalur
Sænautasel
Rjúkandi
Stuðlagil
Eyvindará
Vök Baths

Sögur af svæðinu

N4: Uppskrift að góðum degi
Komdu með okkur í ævintýraferð um hálendi Austurlands! Í fimmta og síðasta þættinum af Uppskrift að góðum degi á Austurlandi förum við um öræfi og dali. Fljótsdalur, Laugarfell, Snæfell, Kárahnjúkar, Hafrahvammagljúfur, Hrafnkelsdalur og Jökuldalur.