Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Snæfellsstofa, Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs

Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellsstofa opnaði sumarið 2010 og er hún fyrsta vistvænt vottaða bygging landsins samkvæmt breska umhverfisstaðlinum BREEAM.

Í Snæfellsstofu er sérlega áhugaverð og falleg sýning, Veraldarhjólið, sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar. Sýningin leggur áherslu á samspil gróðurfars og dýralífs á austursvæði þjóðgarðsins. Við hönnun hennar var lögð áhersla á að börn gætu snert, lyktað og prófað sig á ýmsum sýningarmunum.

Minjagripaverslun er í gestastofunni með áherslu á vörur úr heimabyggð og nágrannasveitum þjóðgarðsins. Kaffi, te og léttar veitingar eru til sölu

Gestastofan er staðsett á Skriðuklaustri örlítið lengra inn dalinn en þar sem beygt er upp á Fljótsdalsheiði. Aðgengi er fyrir fatlaða.

Aðgangur er ókeypis.

Opnunartími:
Opnunartíma má finna á með því að smella hér. 

Snæfellsstofa, Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs

Snæfellsstofa, Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs

Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellsstofa opnaði sumarið 2010 og er hún fyrsta vistvænt v
Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður

Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður

Skriðuklaustur er merkur sögustaður í Fljótsdal, ekki síst þekktur fyrir stórhýsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975) byggði þar árið 19
Klausturkaffi

Klausturkaffi

Klausturkaffi er veitingastaður í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri í Fljótsdal, 39 km frá Egilsstöðum. Klausturkaffi leggur áherslu á íslenska matargerð o
Fljótsdalur

Fljótsdalur

Fljótsdalur er veðursæll dalur á Fljótsdalshéraði á Austurlandi, kenndur við Lagarfljót, sem um hann rennur. Dalurinn er djúpur og breiður, veðursæll
Valþjófsstaður

Valþjófsstaður

Valþjófsstaður er jörð innarlega í Fljótsdal. Hún er fornt höfuðból og þar hefur verið kirkja allt frá þrettándu öld. Valþjófsstaður var eitt af höfuð
Hrafnkelsstaðir

Hrafnkelsstaðir

Hrafnkelsstaðir er býli í Fljótsdal. Þar bjó fyrrum Hrafnkell Freysgoði Hallfreðarson eftir að hann hafði verið hrakinn frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal, a