Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Austurlandi má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir er rómað, fjölskyldurekið hótel sem hvílir á gömlum merg íslenskrar bændamenningar. Hótelið mætir ströngustu nútímakröfum um gæði, glæsileik og aðbúnað, um leið og það varðveitir uppruna sinn sem nær aftur til ársins 1903 og ljær því einstakan blæ. Gestir geta valið um vel búin og rómantísk antík-herbergi í eldri hluta hótelsins eða nútímaleg herbergi yngri byggingar. Herbergin eru alls 50 talsins og öll með sérbaðherbergjum. Sameiginlegt rými/setustofa er í móttökusal og er þar einnig glæsilegur bar með góðu úrvali drykkja. Glæsileg heilsulind, Baðhúsið, er á jarðhæð hótelsins, með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Einkar fallegt útsýni er yfir Lagarfljót frá heilsulindinni. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi. Gestir hafa aðgang að búningsklefum og fá handklæði og baðsloppa til afnota, en hægt er að leigja sundföt. Veitingastaður hótelsins, Eldhúsið, hefur getið sér orðs og eru metnaður og alúð þar allsráðandi. Matargerðin er sprottin úr traustum hefðum, en hráefnin gjarnan sett í nýtt og framsækið samhengi. Hráefni er ætíð fyrsta flokks, að mestu íslenskt, gjarnan lífrænt og oft fengið úr næsta nágrenni, enda er leitast við að nýta og kynna afurðir úr héraði. Þriggja rétta kvöldverðurinn Beint frá býli er stolt eldhússins. Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir býður upp á gönguskíðaleigu yfir vetrarmánuðina. Í samstarfi við Snæhéra, sem er félagsskapur áhugafólks um skíðagöngu á Fljótsdalshéraði, verður hægt að nýta sér sporið annað hvort við Gistihúsið, í Selskógi eða við skíðaskála Snæhéra á Fjarðarheiði þegar aðstæður leyfa.
Álfheimar Sveitahótel
Í Álfheimum eru í boði 32 tveggja manna herbergi, hvert um sig með baði, og veitingar með áherslu á hráefni úr héraði. Gistiheimilið er vel í sveit sett til gönguferða og unnt að bjóða eins til sex daga göngur í fylgd heimavanra leiðsögumanna. Hafnarhólmi í næsta nágrenni er kjörinn til fuglaskoðunar og Borgarfjörður ævintýraland til náttúruskoðunar og útivistar.
Óbyggðasetur Íslands
Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi. Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri. Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum. Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.
Skorrahestar ehf
Skorrahestar bjóða upp á lengri hestaferðir, styttri reiðtúra og gönguferðir- „við ysta haf“. Við erum staðsett austast á Austfjörðum; bændur til margra ára á bænum Skorrastað í Norðfirði. Hér komast gestir í tengsl við náttúruna, mannlífið, þjóðsögurnar og íslenska hestinn. Gönguleiðir og reiðgötur eru valdar af kostgæfni til að ná fram sem mestum hughrifum gesta. Lengd túranna er ekki mæld í kílómetrum heldur upplifunum. Heimaaldir leiðsögumenn, traustir hestar og rjómapönnukökur leggja grunninn að góðum umsögnum gesta sem má finna á www.tripadvisor.com og www.booking.com .  Við bendum einnig á www.skorrahestar.is og www.facebook.com (Skorrahestar) þar sem finna má myndir og nánari lýsingu á framboði Skorrahesta. Gisting er einnig í boði. Vinsamlegast hafið samband á netinu: info@skorrahestar.is
Blábjörg Resort
Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst.  Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál. 
Skipalækur
Skipalækur sameinar alla helstu kosti þéttbýlis og dreifbýlis. Þessi friðsæli unaðsreitur í Fellum, þar sem njóta má eins besta útsýnis á Héraði, er aðeins steinsnar frá allri þjónustu Fellabæjar og Egilsstaða. Einnig býður Skipalækur upp á tjaldstæði með öllum þægindum. GISTING Í HERBERGJUM Almenn gisting af þrennu tagi er í boði auk svefnpokaplássa.FLOKKUR IHerbergi án baðs – sameiginleg setustofa, salernis- ogeldunaraðstaða með 6-10 mannsUppbúið rúm með eða án morgunverðar í einsmanns- eða tveggjamannaherbergjum.FLOKKUR IIFjölskylduherbergi fyrir fjóra með sér salerni og handlaug en sameiginlegri sturtu, eldunaraðstöðu og setustofu.Uppbúið rúm með eða án morgunverðar, hálft gjald fyrir börn á aldrinum tveggja til ellefu ára.FLOKKUR IIIHerbergi með baði – eldunaraðstaða ekki í boði en ísskápur og teketill er inni á herbergjumUppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin. SUMARHÚSIN SKIPALÆK Sumarhúsin á Skipalæk standa á bökkum Lagarfljóts og hafa því einstakt útsýni. Húsin eru lítil og sjarmerandi A-hús frá árunum 1985 til 1987 með veggföstum rúmum og innréttingum. Baðherbergi með sturtu eru í hverju húsi auk eldhúskróks með tveimur eldavélarhellum og ísskáp. Lítið sjónvarp, útvarp og gasgrill er í hverju húsi. Þrjú húsanna eru fjögurra manna og tvö þeirra eru tveggja manna. Hvert hús getur tekið tvo auka einstaklinga en setustofurnar rúma tæplega fleiri en stærðin segir til um. Sængur eru í húsunum ef þess er óskað og hægt er að leigja rúmföt. Húsin skulu þrifin vel að lokinni dvöl, nema þess sé óskað að greiða aukalega fyrir þrif.
Sólbrekka Mjóafirði
Ferðaþjónustan Sólbrekku er 42 km frá Egilsstöðum, ekið um veg nr. 953. Í Sólbrekku gistiheimili eru 5 herbergi með samtals 18 rúmstæðum, uppbúið rúm eða svefnpokapláss, sameiginlegt eldhús og setustofa, þrjár snyrtingar m/ sturtum. Frí nettenging er fyrir næturgesti og afnot af þvottavél og þurrkara. Fyrir framan gistiheimilið eru útibekkir, borð og stólar og leikvöllur er skammt undan. Tjaldsvæðið er á grasfleti fyrir framan og til hliðar við gistiheimilið og möguleiki á rafmagni f/ húsbíla. Einnig er reiðhjólaleiga í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi. Tvö sumarhús standa á Brekkubrún, neðan við bæinn Brekku. Í hvoru húsi er svefnpláss fyrir 4-5, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi á neðri hæð auk svefnlofts með rými fyrir 2. Á neðri hæð er fullbúinn eldhúskrókur, eldhúsborð, svefnsófi og sófaborð. Húsin leigjast með uppbúnum rúmum og handklæðum. Frí nettenging. Kaffi og léttar veitingar eru seldar í Sólbrekku frá 15. júní - 10. ágúst. Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, fallegir fossar og mikil náttúrufegurð. Hægt að kaupa göngukort. Opnunartími: Gisting er opin 06/06 - 31/08 Kaffi og veitingasala er opin 15/06 - 10/08 Til að sjá 360° mynd af Sólbrekku, smellið hér.  
Vallanes
Í Vallanesi er boðið uppá gistingu í hjarta staðarins fyrir 2-4 í íbúð eða í bústað með eldhúskrók og sérbaðherbergi með sturtu.  Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 9-18 alla daga yfir sumartímann.  Móðir Jörð – verslun og veitingar er opið frá apríl – október og býður lífrænt ræktað grænmeti, heilsu og sælkeravörur auk þess sem tekið er á móti hópum.      
Eiðar - Hostel & Apartments
Eiðar - Hostel & Apartments Eiðar - Hostel & Apartments er nýuppgert og þægilega staðsett gistirými í hinu sögufræga Eiðarþorpi sem býður upp á kjörinn upphafsstað til að kanna náttúrufegurð og menningu Norðausturlands. Gistiheimilið er staðsett aðeins 13 km frá Egilsstöðum. Gistiheimilið býður upp á 26 nýuppgerð herbergi með sameiginlegri salerinsaðstöðu og fullbúinni sameiginlegri eldhúsaðstöðu. Aðkoman að húsinu er mjög góð og nóg af bílastæðum. Hvert herbergi er með handlaug, flatskjá og góðri nettengingu. Innritun og útritun er snertilaus og fá gestir kóða til að opna herbergin. Eiðar - Sögufrægur staður Saga Eiða nær langt aftur en fyrst er getið til Eiða í Droplaugarsona sögu sem á að hafa gerst í kringum aldamótin 1000. Það var hins vegar þann 20. júní árið 1881 sem ákveðið var að stofna búnaðarskóla á Austurlandi fyrir 24 nemendur. Leit hófst af hentugri jörð fyrir skólann og niðurstaðan var sú að fjárfesta á Eiðum. Eiðakirkja fylgdi með í þessum kaupum og árið 1886 var ákveðið að endurbyggja kirkjuna og halda henni við þar sem hún var illa farin. Á 20. öldinni var Eiðakirkja smám saman endurnýjuð og stendur enn þann dag í dag við hliðina á Eiðum - Hostel & Apartments. Árið 1917 var ákveðið að Eiðaskóli yrði alþýðuskóli fyrir Austurland og var hann fyrsti sinnar gerðar á Íslandi, þ.e. fyrsti alþýðuskóli sem stofnaður var með lögum, í eigu hins opinbera og rekinn af opinberu fé. Fyrsta skólasetning Alþýðuskólans fór fram 20. október 1919 og starfaði þar allt til ársins 1995. Þá tók Menntaskólinn á Egilsstöðum yfir starfsemi hans til þriggja ára en þá var skólahald lagt niður á Eiðum. Eiðar voru lengi vel eins og lítið þorp sem iðaði af lífi með fjölbreytt félagslíf, íþróttir og öflugt tónlistarlíf. Eiðaskóli á stóran og merkan þátt í menningarsögu Austurlands sem spannar yfir rúmlega 100 ár, eða allt fram til 1998 þegar skólahaldi lauk endanlega.
Berunes
Á Berunesi er að finna eitt elsta Farfuglaheimilið í HI keðjunni auk tjaldsvæðis og veitingastaðar sem opinn er yfir hásumarið. Í eldhúsinu er lögð áhersla á að nýta stað- og árstíðarbundin matvæli frá sjó og landi og barinn býður upp á úrval drykkja frá nálægum brugghúsum. Hægt er að velja milli herbergja með sameiginlegu baði, leigu á gamla bænum og þægilegra smáhýsa, sem henta sérstaklega vel fyrir fjölskyldur.  Á svæðinu er úrval gönguleiða á mismunandi erfiðleikastigum og af tindum er útsýni yfir suðurfirðina. Mikið fuglalíf er á svæðinu og einstök steinasöfn á Djúpavogi og Stöðvarfirði.  Berunes er tilvalinn staður til þess að upplifa allt það sem Austurland hefur uppá að bjóða. Innan við 90 mínutna fjarlægð er Höfn, Egilsstaðir, Vök Böðin, Óbyggðasetrið, Seyðisfjörður og Stuðlagil. ______ Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.  
Ferðaþjónustan Síreksstöðum
Síreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsællum dal inn af Hofsárdal í Vopnafirði. Þar er frístandandi gistihús og tvö 32 fermetra sumarhús í boði fyrir ferðamenn er rúma 4 manns hvort, hlýleg og vel búin öllum þægindum. Verönd með gasgrilli eru við hvort hús og heitur pottur við annað húsið. Í gistihúsinu eru 7 tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna svefnherbergi með koju og eins manns rúmi. Setustofa með sjónvarpi. Uppbúin rúm eða svefpokapláss. WC og sturtur til sameiginlegra afnota í miðrými hússins. Handlaugar eru í hverju herbergi.   Morgunverður borin fram í veitingarstaðnum sem er áfastur við gistihúsið. Hentugt fyrir alla þá er áhuga hafa fyrir að komast út og upplifa náttúruna og kyrrðina.  Á Síreksstöðum er einnig rekinn veitingastaðurinn „Hjá okkur“ sem býður upp á fjölbreyttan og góðan mat. Leitast er við að vera með sem mest af hráefni frá búinu og nágrenni. Veitingarstaðurinn er opin 1. júní til 1. september,  frá kl. 18 til 21. Á Síreksstöðum er stundaður hefðbundinn búskapur og  njóta gestir stúkusæta sem áhorfendur að bússtörfum. Hér eru griðavé til að upplifa  kyrrðina og rólegheitin, hlusta á fuglasönginn og skoða plöntulífið. Staðurinn er fjölskylduvænn og dvöl í sveitasælunni er vel þess virði að upplifa. Afþreying: Leiktæki, rólur, rennibraut, sandkassi. Minjasafnið Bustarfelli og "Hjáleigan" kaffihús 8km.  Gönguleiðir í nágrenninu. Veiði í ám og vötnum. Á slóðum Vopnfirðingasögu með leiðsögn. Nánari upplýsingar á www.sireksstadir.is 
Laugarfell
Laugarfell er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja. Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í nágrenni Laugarfells. Laugarfellsskáli er opinn frá 1. júní til 30 september.
Seyðisfjörður – Hafaldan HI Hostel / Farfuglaheimili
Farfuglaheimlið Hafaldan hefur verið starfrækt síðan 1975 eða síðan ferjan Norræna hóf ferðir sínar til Seyðisfjarðarhafnar. Í hinu sögufræga húsi Gamla spítalanum (1898) er frábær aðstaða fyrir gesti. Fallega innréttuð sameiginleg rými, eldhús, borðstofa, notaleg SPA aðstaða með saunu sem er opin og ókeypis fyrir gesti hostelsins. Eins er líka þvottavél/þurrkari aðgengileg gegn greiðsu. Lítill bar með bjór & léttvíni á góðu verði er á staðnum og fylgir opnunartíma afgreiðslunnar. Eins er hægt að bóka léttan morgunverð á staðnum. Herbergin eru fjölbreytt í stærðum & gerðum og ýmist með baði eða án. Hentar vel fyrir fjölskyldur, pör, vinahópa eða einstaka ferðalanga.  Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu. Fyrir bestu verðin & sveiganleika þá er LANGbest að bóka beint gegnum heimasíðuna eða hostel.is vefinn
Finnsstaðir
Á Finnsstöðum er rekið fjölskyldufyrirtæki sem býður uppá gistingu, hestaleigu og hesthúsaheimsóknir allan ársins hring auk þess að bjóða uppá lítinn húsdýragarð á sumrin. Eigendur taka yfirleitt sjálfir á móti gestum og fara með þeim í reiðtúra. Miklar kröfur eru gerðar á gæði hrossanna en úrvals geðslag og frábært tölt eru grunndvallar atriði. Ferðirnar eru sérsniðnar að hverjum hóp og eru u.þ.b 1-2 klst. Hægt er að hafa samband með fyrirvara ef fólk hefur í hyggju að fara í lengri hestaferðir yfir sumartímann. Hestaleigan er alltaf opin en panta þarf í ferðir. Gistingin á Finnsstöðum er í nokkuð stóru einbýlishúsi með 3 svefnherberjum með rúmum fyrir 6 manns. Húsið er rúmgott og búið öllum helstu þægindum. Góð nettenging er í húsinu og heitur pottur á pallinum. Í húsinu er þvottavél og þurrkari sem gestir hafa aðgang að auk að sjálfsögðu eldunaraðstöðu og frábært útsýni skemmir ekki fyrir.  Húsdýragarðurinn er opinn yfir sumartímann. Á bænum eru hænur og endur allan ársins hring auk hesta en á sumrin bætast við kálfar, lömb, svín, andarungar og jafnvel kanínur og naggrísir. Húsdýragarðurinn er opinn frá 10:00 - 17:00 frá 15.maí til 15.september.  Dýrin á bænum elska athyglina og oft eru börnin sem er í miklu uppáhaldi. 
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar. Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli. Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð. Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla. Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Hótel Framtíð
Hótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins. Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði. Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti. Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins. Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu. Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.
Adventura ehf.
Adventura er lítið gistiheimili og ferðaskrifstofa í Hamarsfirði í Djúpavogshreppi. Meðal þeirra ferða sem aðstandendur Adventura bjóða upp á eru náttúru- og menningarferðir í Djúpavogshreppi. Má þar nefni fuglaskoðunarferðir á svörtum söndum, jeppaferðir í fáfarna dali og menningarferðir þar sem m.a. er farið í einstakt steinasafn og boðið upp á tónleika í gömlum lýsistanki
Mjóanes accommodation
Notaleg gisting í sveitinni, staðsett 18 km frá Egilsstöðum - 8 km frá Hallormsstað. Góðar gönguleiðir í nágrenninu.  Hér eru 2 bústaðir með rúm fyrir allt að 4 og baðherbergi með wc og vask. Sturturnar eru í þjónustuhúsi nokkrum metrum frá, þar er líka eldhús/setustofa og í hlöðunni er poolborð og píluspjald. Einnig er heitur pottur og gufa við hliðina á þjónustuhúsinu. Á neðri hæð í íbúðarhúsinu eru 3 herbergi, 2 sameiginleg baðherbergi og eldhús. Hér tekur gestgjafi vel á móti öllum, persónuleg þjónusta og heimilislegt. Við erum miðsvæðis á Héraði hvort sem hugurinn leitar upp til fjalla eða út að sjó. Margar fallegar náttúruperlur, sögustaðir, afþreying, gönguleiðir og kaffihús. Kíkið á hengifoss.is og east.is/is 
SAXA Guesthouse and Café
Þetta gistihús er staðsett við hliðina á höfninni á Stöðvarfirði og býður upp á útsýni yfir hafið og fjallið Súlur. Það er með ókeypis Wi-Fi og býður upp á nútímaleg og björt herbergi. Öll herbergin á Saxa Guesthouse eru með sérbaðherbergi með sturtu ásamt fataskáp. Sum eru einnig með setusvæði. Á meðal aðstöðunnar á Saxa Guesthouse má nefna sameiginlega sjónvarpssetustofu, verönd og Café Saxa. Í innan við 50 metra fjarlægð má finna veitingastaðinn Gallery Snærós og handverksmarkað yfir sumartímann. Egilsstaðir eru í 50 mínútna akstursfjarlægð og Breiðdalsvík er í 15 mínútna akstursfjarlægð.   Við tölum þitt tungumál! Þessi gististaður hefur verið á Booking.com síðan 18. júl 2012.Herbergi: 14
Hótel Eskifjörður
Hótel Eskifjörður er byggt á sterkum grunni sem hýsti áður útibú Landsbanka Íslands. Saga sem nær aftur til 1918 en byggingin er frá árinu 1968. Hótelið er í miðbæ Eskifjarðar með einstakt útsýni þar sem fegurð Hólmatindsins fær að njóta sín. Eskifjörður á sér merkilega sögu og í bænum og nærsveit er að finna söguspjöld sem gaman er að kynna sér. Einnig er fallegt Sjómannasafn og mörg eldri hús sem vert er að skoða. Við höfum 17 tveggja manna herbergi, 9 í bankahúsi og 8 í bankastjóra-íbúðarhúsinu öll með eigin baðherbergi. Öll hönnuð með þægindi og notalegheit í fyrirrúmi. Í herbergjunum er að finna flatskjássjónvarp með sjónvarpsstöðvar víðsvegar úr heiminum, myrkva- gluggatjöld fyrir þá sem þola illa miðnætursólina og þægileg lýsing fyrir þá sem vilja lýsa skammdegið. Stílhrein baðherbergi með sturtu í hverju herbergi. Frítt þráðlaust internet er í boði fyrir gesti.
Gistiheimilið Vínland
Verið velkomin á Gistihúsið Vínland í Fellabæ. Vínland er staðsett í hjarta Fljótsdalshéraðs. Fyrir ykkur sem viljið njóta fegurðar Austurlands og Austfjarða er Vínland góður miðlægur staður. Á Egilsstöðum eru matvörumarkaðir, sérverslanir, gallery, góðir veitingastaðir, góð íþróttaaðstaða, gervigrasvöllur, útisundlaug, rennibrautir, heitir pottar, golfvöllur o.fl. Gistiaðstaðan samanstendur af 6 smekklegum herbergjum. Herbergin hafa sér inngang, baðherbergi, nettengingu, TV, hárþurrku, lítinn kæliskáp, örbylgjuofni, hraðsuðukönnu, te og kaffi. Sumarhús er líka til leigu á Vínlandi, gistiaðstaða fyrir 2 til 4 en hámark 6 manns með þægilegri setustofu, eldhúsi og baðherbergi. Camping Pods, smáhýsi, er ódýrari kosturi, svefnpokagisting sjá nánar á www.vinlandhotel.is Nánari upplýsingar: Ásdís :893 2989 info@vinlandhotel.is
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft. Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal. Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti. Öll húsin eru með aðgangi að interneti.  Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu.  http://www.mjoeyri.is
Post-Hostel
Hostel sem staðsett er í gamla pósthúsinu á Seyðisfirði.

Aðrir (14)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Lyngás Guesthouse - Egilsstaðir Lyngás 5-7 700 Egilsstaðir 4711310
Lagarfell Studios Lagarfell 3 700 Egilsstaðir 8934322
Hof 1 og 2 Hof 2 701 Egilsstaðir 847-4103
Eiðar Eiðavellir 6 (Vallnaholt 8) 701 Egilsstaðir 868-4037
Stuðlagil Canyon Grund 701 Egilsstaðir 862-6519
Hjartarstaðir Guesthouse Eiðar 701 Egilsstaðir 8993624
Eyjólfsstaðir á Héraði Fljótsdalshérað 701 Egilsstaðir 7730603
Við Lónið Norðurgata 8 710 Seyðisfjörður 899-9429
Media Luna Guesthouse Hafnargata 2 710 Seyðisfjörður 864-3082
Gistihúsið Tærgesen Búðargata 4 730 Reyðarfjörður 4705555
Fossárdalur Berufjörður 765 Djúpivogur 820-4379
Lindarbrekka Guesthouse Lindabrekka 766 Djúpivogur 789-1776
HH Gisting Hellisholt 2 781 Höfn í Hornafirði 820-9619