Fara í efni

Farfuglaheimili

Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Farfuglaheimilið Berunesi
Berunes er vel í sveit sett á norðurströnd Berufjarðar og þaðan er fögur sjávarsýn. Bærinn er í næsta nágrenni við þjóðveg nr. eitt og býður upp á gistirými fyrir 45 manns. Gisting býðst jafnt í gamla íbúðarhúsinu sem í nýrra húsnæði og þremur frístandandi smáhýsum. Morgunverður í boði í júní, júlí og ágúst.  Við Farfuglaheimilið Berunes er tjaldstæði, vel gróið og skjólsælt.Tvö svæði, annað hugsað fyrir litlu tjöldin, en hitt fyrir ferðavagna. Félagsmenn í félagi húsbílaeigenda fá afslátt af gistigjöldum. Salerni, sturta, pláss að elda inni, rafmagn og á Farfuglaheimilinu er ýmis þjónusta í boði og bent er á www.hostel.is/hostels/berunes-hi-hostel til að fá frekari upplýsingar. Vinsamlegast athugið eftirfarandi: Vegna sérstakra aðstæðna verður gisting inni aðeins opin í júlí, ágúst og september. Tjaldstæðið opnar 1. maí, lokar 30. september. Verð á tjaldstæði:  Almennt verð 1700, en 200 kr. afsláttur fyrir eldri borgara og félagsmenn í húsvagnafélaginu.  Frítt fyrir 12 ára og yngri. Morgunverður á opnunartíma. Allar frekari upplýsingar fúslega veittar á neti eða síma.
Havarí Hostel
Á Karlsstöðum í Berufirði búa Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson og starfrækja þar snakkgerð, ferðaþjónustu og menningarmiðstöð undir merkjum Havarí.  Gistihús Havarí býður upp á gistingu í tveggja manna herbergjum og fjölskylduherbergjum. Salerni og sturtur eru sameiginleg. Fjárhúshlöðunni á Karlsstöðum hefur verið breytt í veitingastofu sem er opin gestum og gangandi yfir sumartímann. Salurinn er jafnframt nýttur undir hverskyns viðburði eins og tónleika og myndlistarsýningar. Nánari upplýsingar og bókanir á havari.is og hægt er að senda póst á havari@havari.is. 
Farfuglaheimilið Hafaldan - Bragginn
Farfuglaheimilið Hafaldan býður uppá gistingu í tveimur húsum á Seyðisfirði. Starfsemin hófst ásama tíma og ferjan Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar, árið 1975.  Í gamla síldarvinnslubragganum hóf Farfuglaheimilið Hafaldan göngu sína að Ránargötu 9. Húsið er undir hinu merka fjalli Bjólfi og í mikilli nálægð við sjóinn. Bláa borðstofan býður uppá mikilfenglegt útsýni út fjörðinn sem seint gleymist og það getur verið erfitt að slíta sig frá málsverðinum þar. Krossviðurinn er allt um vefjandi í húsinu og falleg antík húsgögn gefa húsinu mikinn sjarma. Hostelið býður uppá tveggja og fjögurra manna herbergi, öll með sameiginlegu baðherbergi og sturtuaðstöðu. Lín og handklæði er innifalið í verði en ekki er boðið uppá morgunverð þar sem sameiginleg og vel útbúin eldhúsaðstaða er í húsinu.  Á hostelinu er frábær aðstaða fyrir gesti: góð sameiginleg rými, mjög vel búið eldhús, borðstofa, þvottavél og þráðlaus nettenging. Hafaldan er hluti af alþjóðlegri keðju Farfugla (Hostelling International) og fylgir metnaðarfullum gæða og umhverfisstöðlum þeirra.   Á heimasíðunni gengur síldarbragginn góði undir heitinu Hafaldan Harbour. Vinsamlegast bókið beint gegnum heimasíðuna okkar www.hafaldan.is þar eru bestu verðin og afsláttarkóði fyrir enn meiri afslátt. Eins eru sérstök tilboð fyrir lengri dvalir í boði. Við erum líka við símanni: 611-4410 &tölvupóstfang: seydisfjordur@hostel.is. Við tökum vel á móti þér !  
Hjá Marlín
Farfuglaheimilið er samtvinnað við kaffihúsið Hjá Marlín og er rekið í þremur húsum sen getur hýst  allt að  100 gesti, í einsmanns, 2ja manna, 3ja manna og 4ra manna herbergjum. Svefnpokapláss og uppbúin rúm, bæði boðið upp á sameiginleg baðherbergi og herbergi með einkabaðherbergi. Öll hús eru með fullbúin eldhús og setustofur.  Morgunverðarþjónusta er í boði en einnig er góð eldunaraðstaða. Internet, þvottaþjónusta og eldunaraðstaða.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. reydarfjordur@hostel.is

Aðrir (4)

Tehúsið Hostel Kaupvangur 17 700 Egilsstaðir 4712450
Farfuglaheimilið Húsey Húsey 701 Egilsstaðir 4713010
Farfuglaheimilið Hafaldan - Gamli Spítalinn Suðurgata 8 710 Seyðisfjörður 611-4410
Skarð Sumarbústaðaleiga 760 Breiðdalsvík 475-6798