Fara í efni

Farfuglaheimili

Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Farfuglaheimilið Berunesi
Berunes er vel í sveit sett á norðurströnd Berufjarðar og þaðan er fögur sjávarsýn. Bærinn er í næsta nágrenni við þjóðveg nr. eitt og býður upp á gistirými fyrir 45 manns. Gisting býðst jafnt í gamla íbúðarhúsinu sem í nýrra húsnæði og þremur frístandandi smáhýsum. Morgunverður í boði í júní, júlí og ágúst.  Við Farfuglaheimilið Berunes er tjaldstæði, vel gróið og skjólsælt.Tvö svæði, annað hugsað fyrir litlu tjöldin, en hitt fyrir ferðavagna. Félagsmenn í félagi húsbílaeigenda fá afslátt af gistigjöldum. Salerni, sturta, pláss að elda inni, rafmagn og á Farfuglaheimilinu er ýmis þjónusta í boði og bent er á www.hostel.is/hostels/berunes-hi-hostel til að fá frekari upplýsingar. Vinsamlegast athugið eftirfarandi: Tjaldstæðið opnar 15. apríl og lokar 15. október. Verð á tjaldstæði:  Almennt verð 1800, en 200 kr. afsláttur fyrir eldri borgara og félagsmenn í húsvagnafélaginu.  Frítt fyrir 12 ára og yngri. Morgunverður á opnunartíma. Hundar leyfðir en aðeins í smáhýsum. Allar frekari upplýsingar fúslega veittar á neti eða síma.
Hafaldan HI hostel - gamli spítalinn
Farfuglaheimlið Hafaldan hefur verið starfrækt síðan 1975 eða síðan ferjan Norræna hóf ferðir sínar til Seyðisfjarðarhafnar. Í hinu sögufræga húsi Gamla spítalanum (1898) er frábær aðstaða fyrir gesti. Fallega innréttuð sameiginleg rými, eldhús, borðstofa, notaleg SPA aðstaða með saunu sem er opin og ókeypis fyrir gesti hostelsins. Eins er líka þvottavél/þurrkari aðgengileg gegn greiðsu. Lítill bar með bjór & léttvíni á góðu verði er á staðnum og fylgir opnunartíma afgreiðslunnar. Eins er hægt að bóka léttan morgunverð á staðnum. Herbergin eru fjölbreytt í stærðum & gerðum og ýmist með baði eða án. Hentar vel fyrir fjölskyldur, pör, vinahópa eða einstaka ferðalanga. Hafaldan er grænt farfuglaheimili og hefur notið leiðsagnar Farfuglahreyfingarinnar (hostelling International) sem hefur verið leiðandi í því að samtvinna sjálfbærni og umhverfisvernd inn í móttöku gesta og uppbyggingu á hostelum undir sínum merkjum. Hleðslustöð fyrir bíla er við bílastæði hostelsins, rusl er flokkað og stefnt er að því að gróðursetja tré á hverju hausti til að mæta því kolefnisspori sem reksturinn skapar. Fyrir bestu verðin & auðveld bein samskipti ef þarf að breyta bókunum þá er LANGbest að bóka beint gegnum heimasíðuna.
Tehúsið Hostel
Tehúsið Hostel er staðsett í miðsvæðis á Egilsstöðum. Gestir hafa aðgang að fullbúnu eldhúsi og hægt er að slaka á í gestastofum. Ókeypis WiFi er til staðar. Á hostelinu er lögð áhersla á umhverfismál og sanngjörn viðskipti (Fair trade). Allt sorp er flokkað. Okkar gildi eru gleði, sjálfbærni og heiðarleiki. Gott kaffihús og bar er á Hostelinu sem bíður upp á Te, Kaffi og heimabakað meðlæti. Barinn er með eitt mesta úrval af bjór á Austurlandi. Farfuglaheimilið býður upp á einföld, snyrtileg, herbergi með góðum rúmum. Bæði í svefnskálum og privat. Baðherbergisaðstaða er sameiginleg. Rúmfatnaður og handklæði eru til staðar. Gististaðurinn er staðsettur miðsvæðis við hlið tjaldsvæðis Egilsstaða og upplýsingaveitu. Hægt er að panta morgunverð sem m.a. felur í sér staðbundið góðgæti.
Havarí Hostel
Gistihús Havarí býður upp á gistingu í tveggja manna herbergjum og fjölskylduherbergjum. Salerni og sturtur eru sameiginleg. Fjárhúshlöðunni á Karlsstöðum hefur verið breytt í veitingastofu sem er opin gestum og gangandi yfir sumartímann. Salurinn er jafnframt nýttur undir hverskyns viðburði eins og tónleika og myndlistarsýningar. Nánari upplýsingar og bókanir á havari.is og hægt er að senda póst á havari@havari.is. 

Aðrir (2)

Ferðaþjónustan Húsey / Horse Riding Húsey Húsey 701 Egilsstaðir 471-3010
Skarð Sumarbústaðaleiga 760 Breiðdalsvík 475-6798