Fara í efni

Farfuglaheimili

Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Havarí Hostel
Gistihús Havarí býður upp á gistingu í tveggja manna herbergjum og fjölskylduherbergjum. Salerni og sturtur eru sameiginleg. Fjárhúshlöðunni á Karlsstöðum hefur verið breytt í veitingastofu sem er opin gestum og gangandi yfir sumartímann. Salurinn er jafnframt nýttur undir hverskyns viðburði eins og tónleika og myndlistarsýningar. Nánari upplýsingar og bókanir á havari.is og hægt er að senda póst á havari@havari.is. 
Berunes
Á Berunesi er að finna eitt elsta og þekktasta hostelið í HI keðjunni auk tjaldsvæðis. Vinsæli veitingastaðurinn Berunes Restaurant er opinn yfir hásumarið og býður m.a. upp á gott úrval drykkja frá nálægum brugghúsum. Veitingastaðurinn leggur jafnframt áherslu á að nýta stað- og árstíðarbundin matvæli frá sjó og landi. Hægt er að velja milli hefðbundinna herbergja með sameiginlegri salernisaðstöðu, einka útleigu á gamla sveitabænum og nokkurra lítilla en þægilegra smáhýsa sem henta vel fyrir fjölskyldur. Á svæðinu er fjölbreytt úrval gönguleiða á mismunandi erfiðleikastigum með frábæru útsýni yfir Berufjörð og nærliggjandi svæði. Bæði er stutt að fara niður á strönd og upp í fjöll og mikið fuglalíf á svæðinu. Berunes er tilvalinn staður til þess að upplifa allt það sem Austurland hefur uppá að bjóða. Við mælum með að kíkja á kristalla sýninguna á bænum Teigarhorni eða heimsækja hið vinsæla steinasafn Petru á Stöðvarfirði.    Djúpivogur er einungis í hálftíma akstursfjarlægð frá Berunesi og þar eru veitingastaðir, sundlaug og söfn. Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.  
Seyðisfjörður – Hafaldan HI Hostel / Farfuglaheimili
Farfuglaheimlið Hafaldan hefur verið starfrækt síðan 1975 eða síðan ferjan Norræna hóf ferðir sínar til Seyðisfjarðarhafnar. Í hinu sögufræga húsi Gamla spítalanum (1898) er frábær aðstaða fyrir gesti. Fallega innréttuð sameiginleg rými, eldhús, borðstofa, notaleg SPA aðstaða með saunu sem er opin og ókeypis fyrir gesti hostelsins. Eins er líka þvottavél/þurrkari aðgengileg gegn greiðsu. Lítill bar með bjór & léttvíni á góðu verði er á staðnum og fylgir opnunartíma afgreiðslunnar. Eins er hægt að bóka léttan morgunverð á staðnum. Herbergin eru fjölbreytt í stærðum & gerðum og ýmist með baði eða án. Hentar vel fyrir fjölskyldur, pör, vinahópa eða einstaka ferðalanga.  Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu. Fyrir bestu verðin & sveiganleika þá er LANGbest að bóka beint gegnum heimasíðuna eða hostel.is vefinn
Tehúsið Hostel
Tehúsið Hostel er staðsett í miðsvæðis á Egilsstöðum. Gestir hafa aðgang að fullbúnu eldhúsi og hægt er að slaka á í gestastofum. Ókeypis WiFi er til staðar. Á hostelinu er lögð áhersla á umhverfismál og sanngjörn viðskipti (Fair trade). Allt sorp er flokkað. Okkar gildi eru gleði, sjálfbærni og heiðarleiki. Gott kaffihús og bar er á Hostelinu sem bíður upp á Te, Kaffi og heimabakað meðlæti. Barinn er með eitt mesta úrval af bjór á Austurlandi. Farfuglaheimilið býður upp á einföld, snyrtileg, herbergi með góðum rúmum. Bæði í svefnskálum og privat. Baðherbergisaðstaða er sameiginleg. Rúmfatnaður og handklæði eru til staðar. Gististaðurinn er staðsettur miðsvæðis við hlið tjaldsvæðis Egilsstaða og upplýsingaveitu. Hægt er að panta morgunverð sem m.a. felur í sér staðbundið góðgæti.

Aðrir (2)

Húsey HI Hostel & Hestaleiga / Farfuglaheimili Húsey 701 Egilsstaðir 694-3010
Skarð Sumarbústaðaleiga 760 Breiðdalsvík 475-6798