Farfuglaheimilið Berunesi
Berunes er vel í sveit sett á norðurströnd Berufjarðar og þaðan er fögur sjávarsýn. Bærinn er í næsta nágrenni við þjóðveg nr. eitt og býður upp á gistirými fyrir 45 manns. Gisting býðst jafnt í gamla íbúðarhúsinu sem í nýrra húsnæði og þremur frístandandi smáhýsum. Morgunverður í boði í júní, júlí og ágúst.
Við Farfuglaheimilið Berunes er tjaldstæði, vel gróið og skjólsælt.Tvö svæði, annað hugsað fyrir litlu tjöldin, en hitt fyrir ferðavagna.
Félagsmenn í félagi húsbílaeigenda fá afslátt af gistigjöldum.
Salerni, sturta, pláss að elda inni, rafmagn og á Farfuglaheimilinu er ýmis þjónusta í boði og bent er á www.hostel.is/hostels/berunes-hi-hostel til að fá frekari upplýsingar.
Vinsamlegast athugið eftirfarandi:
Tjaldstæðið opnar 15. apríl og lokar 15. október.
Verð á tjaldstæði: Almennt verð 1800, en 200 kr. afsláttur fyrir eldri borgara og félagsmenn í húsvagnafélaginu. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Morgunverður á opnunartíma.
Hundar leyfðir en aðeins í smáhýsum.
Allar frekari upplýsingar fúslega veittar á neti eða síma.
View