Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Saga byggðar á Austurlandi er fjölbreytt og þar eru margir staðir og byggingar sem áhugavert er að skoða. Hér fyrir neðan eru dæmi um staði sem við mælum með  ef þú hefur áhuga á sögu og kennileitum.

Kirkjur
Á Íslandi eru mjög margar kirkjur miðað við höfðatölu og er Austurland engin undantekning. Þar eru kirkjur í hverju þorpi og hverri sveit. Kirkjur eru myndrænar og fallegar byggingar sem eru stór partur af sögu Íslendinga og byggðar í landinu.
Vitar
Vitar eru forvitnilegar og myndrænar byggingar sem gaman getur verið að skoða. Hlutverks síns vegna eru þeir áberandi og standa þannig að þeir sjást vel af sjó. Vitar eru tákn um öryggi og von enda jókst öryggi sjómanna fyrr á tímum til muna þar sem þeir voru byggðir. Það má því segja að vitar tengist sögu Austurlands sterkari böndum en aðrar tegundir bygginga þar sem byggð á Austurlandi myndaðist í kringum fiskveiðar og útgerðir.
Útilistaverk
Á Austurlandi má finna ýmis konar útilistaverk sem lífga upp á umhverfið. Hér að neðan eru dæmi um útilistaverk sem skemmtilegt er að skoða.
Arkitektúr
Austurland er líklega ekki þekktast fyrir áhugaverðan arkitektúr en á síðustu árum hafa risið perlur sem eru vel þess virði að skoða.
Sögufrægir staðir
Saga byggðar á Austurlandi er fjölbreytt og þar eru margir sögufrægir staðir sem áhugavert er að skoða. Hér fyrir neðan eru dæmi um staði sem við mælum með því að skoða ef þú hefur áhuga á sögu Austurlands.