Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Austurland er þekkt fyrir frábærar matarhefðir þar sem staðbundin hráefni eru í hávegum höfð. Hreindýr, lamb og ferskur fiskur með lífrænu grænmeti, villtum sveppum og berjum, auk mjólkurafurða í hæsta gæðaflokki. Á Austurlandi er úrval veitingastaða sem bjóða fjölbreytta og spennandi rétti úr staðbundnum hráefnum.

Lítið er um formlega skemmtilstaði á Austurlandi en þess má geta að barstemming myndast á mörgum veitingahúsum þegar líða tekur á kvöld.

Tehúsið Hostel
Tehúsið Hostel er staðsett í miðsvæðis á Egilsstöðum. Gestir hafa aðgang að fullbúnu eldhúsi og hægt er að slaka á í gestastofum. Ókeypis WiFi er til staðar. Á hostelinu er lögð áhersla á umhverfismál og sanngjörn viðskipti (Fair trade). Allt sorp er flokkað. Okkar gildi eru gleði, sjálfbærni og heiðarleiki. Gott kaffihús og bar er á Hostelinu sem bíður upp á Te, Kaffi og heimabakað meðlæti. Barinn er með eitt mesta úrval af bjór á Austurlandi. Farfuglaheimilið býður upp á einföld, snyrtileg, herbergi með góðum rúmum. Bæði í svefnskálum og privat. Baðherbergisaðstaða er sameiginleg. Rúmfatnaður og handklæði eru til staðar. Gististaðurinn er staðsettur miðsvæðis við hlið tjaldsvæðis Egilsstaða og upplýsingaveitu. Hægt er að panta morgunverð sem m.a. felur í sér staðbundið góðgæti.
Kol bar & bistro
Fallegur veitingastaður á efri hæð Hótels Hallormsstaðar með stórkostlegu útsýni yfir skóginn og Lagarfljót. Matseðillinn er fjölbreyttur með hinum ýmsu réttum, meðal annars pasta, risotto, grilluðu nauti, lambi og hægeldaðri grísasíðu.   Opnunartíminn er frá 18:00 til 22:00
Móðir jörð
Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í íbúð eða í bústað með eldhúskrók og sérbaðherbergi með sturtu.  Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 11 - 19:00 alla daga frá 20. júní til 20. ágúst. Utan þess tímabils er opið alla daga frá 11 - 16:00. Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar.  Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.
Já sæll - Grill og bar
Veitingastaðurinn („Já sæll“) er opinn á sumrin. Á öðrum árstímum þjónar húsið sem félagsheimili.
Hótel Valaskjálf
Þitt heimili að heiman. Dveldu í rólegum og friðsamlegum hluta Egilsstaða. Hótel Valaskjálf er gamalt og virðulegt hótel sem býður upp á gistingu nýuppgerðum herbergjum, öll með sér baðherbergi. Á hótelinu er glæsilegur veitingasalur ásamt fundar- og ráðstefnusölum. Hótelið er sérstaklega vel útbúið fyrir stærri veislur og mannfagnaði. Tækjabúnaður er fullkominn fyrir ýmsan tónlistaflutning. Sími 471-1600 Valaskjálf býr að einum glæsilegasta bar á landsbyggðinni. Ölstofan býður upp á ljúffenga barrétti og spennandi hanastél. Happy hour er á sínum stað alla daga frá 17:00- 19:00  
Hótel Framtíð
Hótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins. Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði. Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti. Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins. Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu. Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.
Hótel Edda Egilsstaðir
Hótel Edda Egilsstaðir sem staðsett í heimavist Menntaskólans á Egilsstöðum og býður upp á herbergi með sérbaðherbergi og sturtu. Veitingastaður hótelsins er með útsýni yfir ána þar sem gestir geta notið alþjóðlegrar matargerðar og fengið sér síðan góðan drykk á hótelbarnum eftir kvöldmatinn. Nærliggjandi svæði eru góð til gönguferða, veiði og annarrar útivistar. Hallormsstaðaskógur, stærsti skógur landsins, er 25 km frá hótelinu. Egilsstaðaflugvöllur er í minna en 5 mínútna akstursfjarlægð. Aðstaða á staðnum: Alls 52 herbergi Öll herbergi með baði Tveggja hæða fjölskylduherbergi Veitingastaður með útsýni yfir Lagarfljót Ráðstefnu- og fundaraðstaða Frítt internet Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður Afþreying í nágrenninu: 25m útisundlaug Vaðlaug Níu holu golfvöllur Fjalla- og jöklaferðir Skógargöngur Fuglaskoðun Selaskoðun
Skaftfell Bistró
Skaftfell Bistro er staðsett á fyrstu hæð Listamiðstöðvar Skaftfells, að Austurvegi 42, á Seyðisfirði.  Veitingastaðurinn býður upp á nýstárlegan matseðil með hefðbundnum íslenskum réttum með nýstárlegu ívafi. Hluti veitingastaðarins er einnig gallerý sem sýnir verk eftir bæði svissnesk-þýska listamanninn Dieter Roth, sem bjó og starfaði á Seyðsifirði síðasta áratug ævi sinnar og einnig verk samtímalistamanna á Austurlandi. Bistro-ið leggur upp með sjálfbærni og ber virðingu fyrir náttúrunni. Bistró vinnur með ferskt hráefni úr heimabyggð og styður við bakið á bændum, sjómönnum, framleiðendum á svæðinu. 
Fosshótel Austfirðir
Fosshótel Austfirðir er glæsilegt hótel á Fáskrúðsfirði. Starfsemi hótelsins fer fram í 4 byggingum við Hafnargötuna sem hafa verið endurgerð í samvinnu við Minjavernd. Þekktasta húsið er bygging franska spítalans sem var reist árið 1903 og í notkun til ársins 1939 eða þar til það var flutt út á Hafnarnes þar sem það stóð í eyði í nær 50 ár. Húsin eiga sér ríka sögu og hefur í einu þeirra verið sett upp sýning um franska sjómenn á svæðinu. Við enduruppbyggingu húsanna var lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt var. Á hótelinu er glæsilegur veitingastaður L'Abri. 47 herbergi Morgunverður í boði L'Abri veitingahús Bar Ókeypis þráðlaust net Safn Hluti af Íslandshótelum
Óbyggðasetur Íslands
Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi. Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri. Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum. Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar. Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli. Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð. Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla. Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Hérað | Berjaya Iceland Hotels
Hérað | Berjaya Iceland Hotels á Egilsstöðum er glæsilegt hótel sem mætir væntingum gesta í hvívetna. Á hótelinu eru 60 herbergi og mjög góð aðstaða til ráðstefnu- og fundarhalda. Á Lyng, veitingahúsi hótelsins er boðið upp á fjölbreyttan matseðil og þar er notalegur bar með verönd þar sem gott er að setjast niður og slaka á. Stutt er í alla þjónustu en um leið er sveitakyrrðin ekki nema steinsnar í burtu. Hótelið er staðsett í hjarta Austurlands, þar sem leiðir liggja niður á firði, inn í Hallormsstað og inn á hálendið. Náttúran á svæðinu er stórbrotin þar sem er að finna margar fallegar gönguleiðir og óþrjótandi afþreyingarmöguleika 60 hótelherbergi Fyrsta flokks veitingastaður Lyng restaurant Hráefni úr héraði t.d hreindýr 24 stunda herbergisþjónusta Frábær fundaraðstaða Frítt internet  Bar með útsýnissvölum Brunch á sunnudögum Næg bílastæði fyrir utan hótelið
Berunes Restaurant
Í stórfenglegum fjallasal við Berufjörðinn gengt Djúpavogi munu matreiðslumenn okkar galdra fram girnilega og gómsæta rétti innblásna úr matarkistu austurlands í sumar. Síbreytilegur sérréttamatseðill ásamt handverksbjórum úr héraði og metnaðarfullu vínúrvali gera kvöldið ógleymanlegt. Róbert Ólafsson matreiðslumaður og eigandi Forréttabarsins í Reykjavík er fæddur og uppalinn á Berunesi. Eftir að hafa tekið sín fyrstu skref í eldhúsinu heima í Berunesi undir leiðsögn Önnu móður sinnar og Sigríðar ömmu, þá hefur hann nú starfað í eldhúsum bæði hér heima og erlendis í yfir 30 ár. Á Berunesi hefur fjölskylda Róberts tekið á móti ferðalöngum í rúm 50 ár. Við mælum svo sannarlega með dvöl á þessum einstaka stað á Austfjörðum í amk 2 nætur því fjölbreytt afþreying er þar í boði, allt frá göngu uppá Steinketil og hinn glæsilega Búlandstind til rómantískrar gönguferðar meðfram stórskorinni ströndinni. Með alþjóðlegar viðurkenningar í farteskinu býður Berunes Hostel uppá gistingu fyrir um 50 gesti í herbergjum og smáhýsum, ásamt huggulegu tjaldstæði. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til okkar. Borðapantanir má gera hér: https://www.dineout.is/berunes
Veiðihúsið Hálsakot í Jökulsárhlíð
Veiðihúsið Hálsakot er nýtt og stórglæsilegt gistihús staðsett á bökkum Kaldár í Jökulsárhlíð. Um er að ræða þjónustuhús með stórri stofu með arin, gervihnattasjónvarpi og frábæru útsýni til Dyrfjalla, stóru eldhúsi búnu öllum helstu tækjum, salerni, stórri geymslu og upphituðu herbergi sem kjörið er til að geyma útifatnað. Átta tveggja manna herbergi hvert með sér baðherbergi eru svo í minni húsum samtengd þjónustuhúsi með viðarpalli. Húsið hentar einstaklega vel til fundahalda í sveitasælunni skammt frá Egilsstöðum sem og fyrir fjölskyldur og aðra hópa að njóta samveru í fallegu umhverfi. Fjölbreytt þjónusta er í boði þar sem gestir okkar geta valið um að sjá algjörlega um sig sjálfir í uppábúnum rúmum og allt til fullrar þjónustu í mat, drykk og framreiðslu. Við sérsníðum þjónustuna að þörfum hvers hóps fyrir sig.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Veiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.  
Nielsen Restaurant
Nielsen veitingahús er staðsett í hjarta Egilsstaða við Tjarnarbraut 1 í elsta húsi bæjarins sem nýlega hefur verið uppgert. Húsið var byggt af dananum Oswald Nielsen árið 1944 og er því af heimamönnum oftast kallað Nielsenshús. Húsið hefur gegnt allskyns hlutverkum í gegnum árin en hefur í seinni tíð verið einn vinsælasti veitingastaður Egilsstaða. Núverandi eigendur Nielsen eru þau Sólveig Edda Bjarnadóttir og Kári Þorsteinsson. Sólveig er fædd og uppalin á Egilsstöðum en Kári er m.a. fyrrum yfirkokkur á hinum margrómaða veitingastað Dill sem var sá fyrsti á Íslandi til þess að hljóta Michelin stjörnu. Ein af ástæðum þess að Kári og Sólveig ákváðu að flytja austur á Egilsstaði og opna veitingastað var það frábært aðgengi að hágæða staðbundu hráefni sem Austurland hefur upp á að bjóða. Ferskur fiskur, lífrænt grænmeti, allskonar villibráð og meira að segja wasabi sem er ræktað rétt hinu megin við fljótið! Matseðillinn er svo hannaður með þetta hráefni í aðalhlutverki, og tekur mið af árstíðabundnumframboði sem gerir það að verkum að seðillinn breytist ört í takt við það…þú skalt því ekki láta þér bregða ef matseðillin hefur gjörbreyst frá því þú borðaðir á Nielsen síðast. 
Laugarfell
Laugarfell er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja. Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í nágrenni Laugarfells. Laugarfellsskáli er opinn frá 1. júní til 30 september.
Askur Pizzeria
Askur Pizzeria er veitingastaður samtengdur handverksbarnum Aski Taproom. Við bjóðum upp á eldbakaða, þunnbotna pizzu, ásamt salötum og eftirréttum. Hægt er að velja af matseðli eða setja saman eigin pizzu úr úrvali áleggja sem í boði eru. 
Kaffihúsið Hjáleigan Bustarfelli
Kaffihúsið Hjáleigan er við Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði . Þar eru hægt að fá ljúffengar þjóðlegar kökur og aðrar veitingar. Opnunartími: 10:00-17:00 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst.  
Norð Austur - Sushi & Bar
Norð Austur sushi & bar er hluti af Hótel Öldunni, fjölskyldureknu hóteli í þremur byggingum staðsett á Seyðisfirði einungins nokkrum metrum frá Regnbogagötunni og Bláu Kirkjunni. Veitingastað urinn hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af fremstu sushi veitingastöðum landsins og hefur m.a. hlotið viðurkenningu fyrir besta sushi landsins. Nafn veitingastaðarins, Norð Austur er dregið af vindáttinni sem sem íbúar Austurlands þekkja vel. Veitingastaðurinn nýtir einungis ferskasta hráefni sem völ er á hverju sinni. Fiskurinn er allur veiddur á svæðinu sem tryggir ferskleika í hverjum bita.   Veitingastaðurinn er eingöngu opinn á sumrin og því er mælt með að bóka borð fram í tímann. 
Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir er rómað, fjölskyldurekið hótel sem hvílir á gömlum merg íslenskrar bændamenningar. Hótelið mætir ströngustu nútímakröfum um gæði, glæsileik og aðbúnað, um leið og það varðveitir uppruna sinn sem nær aftur til ársins 1903 og ljær því einstakan blæ. Gestir geta valið um vel búin og rómantísk antík-herbergi í eldri hluta hótelsins eða nútímaleg herbergi yngri byggingar. Herbergin eru alls 50 talsins og öll með sérbaðherbergjum. Sameiginlegt rými/setustofa er í móttökusal og er þar einnig glæsilegur bar með góðu úrvali drykkja. Glæsileg heilsulind, Baðhúsið, er á jarðhæð hótelsins, með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Einkar fallegt útsýni er yfir Lagarfljót frá heilsulindinni. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi. Gestir hafa aðgang að búningsklefum og fá handklæði og baðsloppa til afnota, en hægt er að leigja sundföt. Veitingastaður hótelsins, Eldhúsið, hefur getið sér orðs og eru metnaður og alúð þar allsráðandi. Matargerðin er sprottin úr traustum hefðum, en hráefnin gjarnan sett í nýtt og framsækið samhengi. Hráefni er ætíð fyrsta flokks, að mestu íslenskt, gjarnan lífrænt og oft fengið úr næsta nágrenni, enda er leitast við að nýta og kynna afurðir úr héraði. Þriggja rétta kvöldverðurinn Beint frá býli er stolt eldhússins. Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir býður upp á gönguskíðaleigu yfir vetrarmánuðina. Í samstarfi við Snæhéra, sem er félagsskapur áhugafólks um skíðagöngu á Fljótsdalshéraði, verður hægt að nýta sér sporið annað hvort við Gistihúsið, í Selskógi eða við skíðaskála Snæhéra á Fjarðarheiði þegar aðstæður leyfa.
Klausturkaffi
Klausturkaffi er veitingastaður í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri í Fljótsdal, 39 km frá Egilsstöðum. Klausturkaffi leggur áherslu á íslenska matargerð og notkun á hráefni af svæðinu s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi. Allar kökur og allt brauð er heimabakað. Boðið er upp á hádegis- og kaffihlaðborð alla daga auk lítils matseðils. Einungis er opið fyrir hópa í kvöldverð eða þegar sérstakir viðburðir eru í húsinu. Veitingastaðurinn rúmar um 50 manns í sæti en að sumri er einnig hægt að sitja úti á verönd. Yfir veturinn er opið kringum viðburði og hægt að fylgjast með því á heimasíðunni þar sem einnig er að finna matseðla. Hópar alltaf velkomnir í fjölbreyttar veitingar eftir samkomulagi.  Opnunartími:Apríl, kl. 12-16 Maí, kl. 12-17Júní - ágúst, kl. 10-18September - 17. október, kl. 11-17  
Hótel Aldan
Hótel Aldan býður upp á gistingu í þremur sögulegum húsum á Seyðisfirði. Hvert herbergi er innréttað með sínum eigin karakter og sjarma.  Auk hótelherbergja bjóðum við upp á skammtímaleigu á tveimur notalegum íbúðum í gamla hluta bæjarins.  Bjóðum uppá æðisleg sumartilboð í gistingu á heimasíðunni okkar. Hundar eru leyfðir í völdum herbergjum og íbúðunum.  
Fransmenn á Íslandi
Frakkar á Íslandsmiðum er nýjasta perlan á safnastreng Fjarðabyggðar. Safnið er til húsa í tveimur reisulegum byggingum sem Frakkar reistu upp úr aldamótunum 1900 eða Læknishúsinu og Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði.  Meginsýning safnsins er þó í hvorugu húsanna, heldur  í undirgöngum sem tengja þau saman. Frakkar á Íslandsmiðum er án efa eitt athyglisverðasta safn landsins. Ekki aðeins fyrir hönnun þess og nálgun við viðfangsefnið, heldur einnig vegna andrúmsloftsins sem tekist hefur að skapa. Lifandi nærmynd er brugðið upp af lífi sjómanna um borð í frönsku skútunum sem sóttu Íslandsmið og skynjar áhorfandinn glöggt aðstæður þeirra og daglegt líf. Þá veitir safnið einnig glögga innsýn í starfsemi Franska spítalans og merka starfsemi hans upp úr aldamótunum 1900. Endurgerð Minjaverndar á Frönsku húsunum á Fáskrúðsfirði lauk sumarið 2014. Húsin eru alls fimm og eru auk Læknishússins og Franska spítalans, Sjúkraskýlið, Litla kapellan og Líkhúsið.  Endurreisnarsaga húsanna er með merkari framkvæmdum Minjaverndar og sú viðamesta utan höfuðborgarsvæðisins. Frönsku húsin gegna á ný mikilvægu hlutverki fyrir bæjarlíf Fáskrúðsfjarðar, en nú sem Fosshótel Austfirðir, sælkerastaðurinn l'Abri og safnahús Fransmanna á Íslandi. Litla kapellan hlaut blessun 26. júlí 2014 og er eina byggingin sem heldur upprunalegu hlutverki sínu.  Safnið er opið alla daga kl. 10:00-18:00 (15.maí - 30.september) eða eftir samkomulagi á öðrum árstímum.
Hótel Breiðdalsvík
Hótel Breiðdalsvík er staðsett á Breiðdalsvík, nánast við vegarbrún þjóðvegar eitt. Þar velja gestir úr 39 herbergjum af öllum stærðum með baði, sjónvarpi og síma. Við bjóðum upp á úrvals ráðstefnu og veisluaðstöðu fyrir allt að 300 manns í sölum sem taka frá 30 - 300 manns í sæti. Á matseðli hótelsins má finna úrval þjóðlegra rétta. Njótið fagurs sjávarútsýnis, sem er rammað inn af klettum, hæðum og einum tignarlegustu fjöllum fjórðungsins. Breiðdalur er þekktur fyrir veðursæld og ýmsar gönguleiðir sem leiða þig á vit ævintýranna. Hægt er að veiða í 3 ám í dalnum og á eftir er tilvalið að njóta þess að fara í sauna og slappa af við arininn. Stutt er í góða sundlaug með heitum potti.  Travel East Iceland býður upp á úrval afþreyingar í nágrenni Breiðdalsvíkur.   
Hótel Hallormsstaður
Hótel Hallormsstaður samanstendur af 92 herbergjum, öll með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Hótelið er eitt glæsilegasta hótel á Austurlandi, þekkt fyrir fagmennsku og framúrskarandi gæði í mat og þjónustu. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, fundar og ráðstefnusalir, veislusalir, heitur pottur bæði úti og inni, spa, nuddstofa og æfingasalur. Einnig er við hótelið tilkomumikið Tentipi tjald með eldstæði. Tjaldið tekur allt að 60 manns í sæti við borð. Stór pallur er fyrir utan tjaldið. Sími 470-0100  
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft. Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal. Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti. Öll húsin eru með aðgangi að interneti.  Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu.  http://www.mjoeyri.is
Hildibrand Hótel
Hildibrand Hotel er íbúðahótel í Neskaupstað þar sem gæði og þjónusta er í fyrirrúmi. Hótelið státar af 15 íburðamiklum og rúmgóðum íbúðum sem taka hver 4-8 gesti og eru þær frá 55-110 fm2 af stærð og hótelið er opið allt árið. Allar íbúðir eru með sjávarútsýni og svölum. Hótelið er staðsett á besta stað í hjarta miðbæjarins á Norðfirði, alveg við sjávarsíðuna og með einstöku útsýni yfir Norðfjarðaflóan sem er frægur fyrir stillur og fjölskrúðugt líf. Hvalir eru algengir gestir í Norðfirði og verður þeirra oft vart fyrir utan hótelið.  Bókanir fara fram í síma 477-1950 eða á hildibrand@hildibrand.is  Veitingastaður Hildibrand þetta sumarið er Beituskúrinn sem er í göngufjarlægð frá hótelinu á Egilsbraut 26.
Hótel Eyvindará
Hótel Eyvindará er staðsett í friðsælu og trjágrónu umhverfi skammt utan Egilsstaða (2.5 km.) Hótelið er að finna við þjóðveg nr. 94, norðan við afleggjarann til Seyðisfjarðar. Það er vel í sveit sett og kjörin bækistöð fyrir áhugaverðar dagsferðir um allan fjórðunginn. Í boði eru 28 tveggja manna herbergi með baði og glæsilegu útsýni, 7 smáhýsi með baði. Í aðalhúsinu er sólpallur fyrir gesti, 2 heitir pottar og þvottaaðstaða(kostar aukalega). Þá bjóðum við upp á setustofu með fallegu útsýni yfir hérað sem menn geta horft á sjónvarp og fengið sér drykki. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Gæludýr eru ekki leyfð. Matur eingöngu í boði fyrir hópa yfir 15 manns of þarf að bóka fyrirfram. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  Gæludýr eru ekki leyfð. 
Salt Café & Bistro
Salt Café & Bistro er veitingastaður og kaffihús í miðbæ Egilsstaða.  Við bjóðum fjölbreyttan matseðil og mikil gæði. Matseðillinn inniheldur meðal annars hamborgara, pizzur, salöt, tandoori, fiskrétti og steikur. Við leggjum einnig áherslu á heilsusamlega rétti fyrir fólk með hollan lífsstíl.  Skoðaðu matseðilinn okkar og fylgstu með krítartöflunni. Opnunartími er 11:30 – 22:00.
Langabúð-Byggðasafn - Ríkarðssafn
Langabúð er reist á grunni eldra húss og þar sem Langabúð stendur hefur verið verslun frá árinu 1589 er Þýskir kaupmenn frá Hamborg hófu verslunarrekstur á Djúpavogi. Langabúð hýsir safn Ríkarðs Jónssonar, ráðherrastofu Eisteins Jónssonar og minjasafn. Þar er einnig rekið yndælis kaffihús ásamt minjagripasölu.
Bragðavallakot
Baggi er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu í notalegum sumarhúsum. Við erum staðsett í sveitinni nálægt hringveginum á Austurlandi. Það tekur um tíu mínútur að aka til Djúpavogs þar sem finna má alla nauðsynlega þjónustu, svo sem verslun, sundlaug, veitingastaði og kaffihús. Við bjóðum upp á þrjár tegundir af sumarhúsum, eins svefnherbergja, tveggja svefnherbergja og sumarhús, sem henta fyrir stærri hópa eða fjölskyldur.
Hótel Staðarborg
Hótel Staðarborg er glæsilegt, nýlegt 30 herbergja hótel í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, aðeins 7 km. frá Breiðdalsvík. Hér er um að ræða endurnýjað skólahúsnæði er rúmar 54 gesti í 30 rúmgóðum herbergjum með sér baði og sjónvarpi, auk svefnpokaplássa. Hótelið er við þjóðveg nr. 1 í 625 km fjarlægð frá Reykjavík og um 100 km frá Seyðisfirði, sem gerir hótelið að ákjósanlegum áningarstað fyrir þá sem ferðast með bílferjunni Norrænu. Afþreying er fjölbreytt á svæðinu og við allra hæfi í fögru umhverfi. Hótel Staðarborg var opnað sumarið 2000 í Breiðdal. Í veitingasal er framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður auk þess sem hægt er að fá kaffi og meðlæti allan daginn.Á lóðinni eru tjaldstæði og heitur pottur gestum til afnota.
Vök Bistro
Veitingastaður Vök Baths, Vök Bistro er tilvalinn að auka enn frekar á upplifun dagsins. Á Vök Bistro er boðið upp á úrval bragðgóðra rétta ásamt léttari veitingum s.s. súpur, smárétti, þeytinga og fersk salöt. Margt hráefni kemur úr heimabyggð og er leitast við að kaupa inn lífrænt eins og kostur er. Gott samstarf er við austfirska bændur til að tryggja ferskt og fyrsta flokks hráefni. Á Tebarnum bjóðum við upp á úrval af lífrænum jurtadrykkjum sem gestir brugga sér sjálfir. Þar eru á boðstólnum íslenskar handtíndar jurtir sem blandað er í 75 gráðu heitt og kristaltært vatn beint úr borholum Urriðavatns. Við bjóðum jurtadrykkina einnig kælda ef gestir vilja frískandi drykk eftir slökun í heitu laugunum. Þessi drykkur er innifalinn í aðgangsmiða gesta.
Hotel 1001 nott
Hótel 1001 nótt er fjölskyldurekið lúxushótel, staðsett í náttúrulegu umhverfi á bökkum Lagarfljóts, 5 km frá Egilsstöðum. Hótelið er búið fjölbreyttri og góðri aðstöðu til hvíldar og afþreyingar. Gestir okkar geta nýtt sér fallegt útsýni, heita potta undir berum himni, koníakstofu, bar og veitingastað. Við leggjum áherslu á jákvæða upplifun af gistingunni, veitingunum og þjónustunni í nánum tengslum við náttúruna. Gengið er frá hótelgarði inní hvert herbergi, sem eru rúmgóð, 22m2, með sér verönd, stórum glugga frá gólfi upp í loft, og miklu útsýni. Herbergin eru innréttuð á hlýlegan og stílhreinan máta. með  sér baðherbergi,  hita í gólfum og frían aðgang að interneti.   Hótel 1001 nótt er staðsett í fallega grónu landi, með útsýni yfir Vallanes og Fjótsdal. Frá hótelinu er fjallasýn á Gagnheiði, Hött, Sandfell, Snæfell og Fellaheiði. Við hótelið rennur falleg bergvatnsá, Höfðaá sem steypist í Lagarfljót í tærum breiðum fossi. Í vatnaskilunum  er sandfjara, en þar mætast tær bergvatnsá og gráhvít jökulsá. Í bergganginum við hótelið eru áberandi skófir, stærsti flekkurinn þekur 4 til 5 m2, sem náttúrufræðingurinn Helgi Hallgrímsson segir að séu stærstu samfelldu skófir á Íslandi. Norðausturland býður upp á óspillta náttúru. Þar eru villt hreindýr í fjöllunum, stærstu varpstöðvar gæsa á Fljótsdalsheiði, og auðvelt að rekast á rjúpur í göngutúr í skógarjaðrinum. Ýmis afþreying er í boði á svæðinu, svo sem gönguferðir, náttúruskoðun, hestaferðir og fiskveiði. Næsti flugvöllur er Egilsstaðaflugvöllur, í 5 km fjarlægð.   Veitingastaður 1001 nótt Veitingastaður, bar og koníaksstofa eru hlýlega hönnuð með töfrandi útsýni yfir Lagarfljót, með Fljótsdal og Snæfell í bakgrunn. Kokkarnir leitast við að bjóða upp á árstíðabundna rétti með ferku hráefni, lífrænt ræktuðu grænmeti og góðu víni. Á morgunverðarhlaðborðinu er er boðið upp á ferskt brauð, ávexti og heimatilbúna rétti.
Ferðaþjónustan Síreksstöðum
Síreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsællum dal inn af Hofsárdal í Vopnafirði. Þar er frístandandi gistihús og tvö 32 fermetra sumarhús í boði fyrir ferðamenn er rúma 4 manns hvort, hlýleg og vel búin öllum þægindum. Verönd með gasgrilli eru við hvort hús og heitur pottur við annað húsið. Í gistihúsinu eru 7 tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna svefnherbergi með koju og eins manns rúmi. Setustofa með sjónvarpi. Uppbúin rúm eða svefpokapláss. WC og sturtur til sameiginlegra afnota í miðrými hússins. Handlaugar eru í hverju herbergi.   Morgunverður borin fram í veitingarstaðnum sem er áfastur við gistihúsið. Hentugt fyrir alla þá er áhuga hafa fyrir að komast út og upplifa náttúruna og kyrrðina.  Á Síreksstöðum er einnig rekinn veitingastaðurinn „Hjá okkur“ sem býður upp á fjölbreyttan og góðan mat. Leitast er við að vera með sem mest af hráefni frá búinu og nágrenni. Veitingarstaðurinn er opin 1. júní til 1. september,  frá kl. 18 til 21. Á Síreksstöðum er stundaður hefðbundinn búskapur og  njóta gestir stúkusæta sem áhorfendur að bússtörfum. Hér eru griðavé til að upplifa  kyrrðina og rólegheitin, hlusta á fuglasönginn og skoða plöntulífið. Staðurinn er fjölskylduvænn og dvöl í sveitasælunni er vel þess virði að upplifa. Afþreying: Leiktæki, rólur, rennibraut, sandkassi. Minjasafnið Bustarfelli og "Hjáleigan" kaffihús 8km.  Gönguleiðir í nágrenninu. Veiði í ám og vötnum. Á slóðum Vopnfirðingasögu með leiðsögn. Nánari upplýsingar á www.sireksstadir.is 
Glóð restaurant
Nýr og glæsilegur veitingastaður staðsettur í Hótel Valaskjálf. Matseðillinn er undir sterkum áhrifum frá löndunum við Miðjarðarhafið. Pasta-, fisk- og kjötréttir ásamt ekta ítölskum pizzum, eldbökuðum í handgerðum eldofni frá Róm. Að sjálfsögðu eru pizzurnar gerðar af sönnum ítölskum pizzaiolo og eingöngu úr ítölskum hráefnum. Opnunartími er 18:00 – 22:00. Borðapantanir í síma 471-1600
Randulffs-sjóhús
Randulffssjóhús á Eskifirði er starfrækt í samvinnu við Ferðaþjónustuna Mjóeyri og er þar rekið veitingahús yfir sumartímann þar sem boðið er upp á mat úr héraði. Randulffssjóhús er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins og er með matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Hægt er að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Þar starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu.  Randulffssjóhús er í eigu Sjóminjasafns Austurlands. Húsið var byggt um 1890 og var lengst notað sem síldarsjóhús en síðan Sjóminjasafnið eignaðist það hefur það tengst safnastarfi safnsins. Sjóhúsið er núna opið almenningi. Búið er að koma upp gestamóttöku í sjóhúsinu og þar er matsalur sem rúmar allt að áttatíu manns.  Auk gestamóttöku og matsölu er hluti hússins nýttur til sýningarhalds á hlutum  sem tengdir eru sjóhúsinu og þeirri starfsemi sem þar hefur verið í gegn um tíðina. Á efri hæðinni er verðbúð sjómannanna í sinni upprunalegu mynd og sýningarsalur. Húsið er tilvalið fyrir hópa sem vilja eiga glaðan dag, til dæmis ættarmót, grillveislur og annan mannfögnuð og fer vel um allt að 80 manna hópa.   Saga Randulffssjóhúss í stuttu máli  Upp úr 1870 hafði síldveiði verið stunduð í Noregi um langan tíma og voru aðferðir við veiðarnar orðnar þróaðar og voru síldveiðar norðmanna stór atvinnuvegur. En um þetta leiti hvarf síldin við Noreg og stóðu menn uppi ráðalausir.  Fréttist þá frá farmönnum sem höfðu siglt til Íslands, að þar væru mikla síld að sjá inni á Austfjörðum og einnig á Eyjafirði. Ákváðu þá nokkrir síldveiðimenn að fara til Íslands og kanna veiðiskap þar. Þá kunnu Íslendingar enga leið til þess að veiða síldina, þó að nóg væri til af henni við fjöruborðið og urðu að láta sér nægja að dorga fyrir þorsk.  Var þetta fyrir almenna fátækt og þekkingarleysi. Fluttu því nokkrir Norðmenn veiðibúnað sinn hingað, fyrst til Austfjarða og síðan til Eyjafjarðar og veiddu vel. Með þeim fyrstu sem komu til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, voru Peter Randulff, sem settist að á Hrúteyri  við Reyðarfjörð og J.E. Lehmkuhl sem byggði upp veiðistöð sína á Eskifirði, á þeim stað þar sem Jóhann Klausen byggði Netaverkstæði árið 1960  Norðmaðurinn Fredrik Klausen sá um síldveiðarnar fyrir Lehmkuhl og flutti til Eskifjarðar með sína fjölskyldu. Nokkrum árum síðar byggði Lehmkuhl aðra veiðistöð skammt innan við stöð Randulffs á Reyðarfjarðar ströndinni. Lehmkuhl og Randulff, unnu mikið saman og þegar Peter Randulff byggði Randulffssjóhúsið á Eskifirði árið 1890 þá mun sonur Fredriks, Þorgeir Klausen hafa tekið við stjórnun á síldveiðunum á nýju stöðinni. Þorgeir Klausen kvæntist dóttur Randulffs og þegar Randulff féll frá árið 1911 mun Þorgeir og bróðir hans Friðrik hafa eignast sjóhúsið, en það hefur alla tíð síðan verið kallað Randulffs-sjóhús. Þeir bræður stunduðu svo síldveiðar í botnnet og lagnet og notuðu til þess lítinn mótorbát, ásamt gömlu nótabátunum sem voru róðrarbátar.  Einnig veiddu þeir þorsk sem var saltaður og þurrkaður, eins og gert var áður en frystihúsin komu til sögunnar.  Eftir að þeir bræður Þorgeir og Friðrik féllu frá, á árunum 1955-1960 eignuðust börn þeirra húsið og var það í umsjá Thors Klausen sem var sonur Friðriks. Thor var mikill veiðimaður og veiddi hann bæði síld og þorsk og einnig veiddi hann með byssu sinni, sel og hnísu, sem er minnsti hvalur við Ísland og sjófugla á vetrum og notaði hann þá alltaf lítinn róðrarbát.  Síðari árin stundaði hann kolaveiðar í net á litlum trillubát og gaf hann safninu báða þessa báta. Sjóminjasafn Austurlands keypti helming sjóhússins og bryggjunnar af dóttur Þorgeirs, árið 1982 og nokkrum árum síðar gaf Thor safninu sinn hluta eignarinnar. Safnið hefur endurbætt húsið og bryggjuna, þannig að það er að mestu leiti eins og það var upphaflega.  Thor lést í umferðarslysi árið 2004.                    
Hamar Kaffihús
Utan afgreiðslutíma tökum við á móti einstaklingum og hópum í kaffi eða veitingar. Einnig er hægt að leigja salinn hjá okkur undir einkasamkvæmi. Ýmislegt í boði. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í síma: 4756625 á afgreiðslutíma eða sendið okkur tölvupóst á póstfangið drangagil@gmail.com.
Blábjörg Resort
Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst.  Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál. 
Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands
Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, var stofnað 1998 af hópi áhugamanna um menningu og listir sem kallaði sig Skaftfellshópinn. Stofnár listamiðstöðvarinnar er einnig dánarár myndlistarmannsins Dieters Roth (1930-1998) en hann gegndi stóru hlutverki í menningarflóru Seyðfirðinga allt frá því að hann hóf að venja komur sínar í fjörðinn upp úr 1990. Skaftfellshópurinn samanstendur að miklu leyti af fólki sem naut mikilla og góðra samvista við Dieter og er tilurð miðstöðvarinnar sprottin úr þeim frjóa jarðvegi er hann átti þátt í að skapa á Seyðisfirði.  Starfsemin er staðsett í gömlu og glæsilegu timburhúsi að Austurvegi 42 á Seyðisfirði og var gjöf frá hjónunum Karólínu Þorsteinsdóttur og Garðari Eymundssyni. Í dag má þar finna sýningarsal og litla verslun á annarri hæð, gestavinnustofu fyrir listamenn á þriðju hæð og bistró á jarðhæð sem einnig geymir bókasafn bókverka og listaverkabóka. Starfsemi Skaftfells er helguð samtímamyndlist á alþjóðavísu. Miðstöðin þjónar jafnframt sem vettvangur fyrir listamenn og áhugafólk um listir til að skiptast á hugmyndum, taka þátt í skapandi samræðum og verða fyrir áhrifum hvert af öðru í umhverfinu. Í miðstöðinni er öflug sýninga- og viðburðadagskrá, starfræktar gestavinnustofur fyrir listamenn og boðið upp á fjölþætt fræðslustarf. Jafnframt er hægt er að skoða verk eftir alþýðulistamanninn Ásgeir Jón Emilsson (1931-1999) sem er að finna í Geirahúsi og er í eigu og umsjá Skaftfells. Hægt er að skoða húsið eftir samkomulagi. Einnig er hægt að skoða útilistaverkið Tvísöngur sem er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne en verkið vann hann í samvinnu með Skaftfelli árið 2012.  Skaftfell hlaut Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni árið 2013.  Nánari upplýsingar um sýningarhald, aðra starfsemi Skaftfells og opnunartíma má finna á skaftfell.is   Einnig er hægt að senda fyrirspurn á skaftfell@skaftfell.is
Lauf
Hótel Hallormsstaður er eitt glæsilegasta hótel á Austurlandi, þekkt fyrir fagmennsku og framúrskarandi gæði bæði í mat og þjónustu. Á veitingastaðnum Lauf er boðið uppá hið rómaða sumarhlaðborð sem samanstendur af fjöldan allan af réttum, bæði heitum og köldum, forréttum, aðalréttum og eftirréttum. Sælkeraferðalag fyrir bragðlaukana! Hafið samband við Hótel Hallormsstað varðandi opnunartíma 
Bragðavallakot
Bragðavallakot - sumarhúsÁ Bragðavöllum við Hamarsfjörð er boðið upp á gistingu í 2-8 manna sumarhúsum. Húsin er bjálkahús með öllu því nauðsynlegasta sem til þarf til að njóta lífsins á ferð um landið okkar. Öll húsin eru með ísskáp, örbylgjuofn og helluborði. Grill eru í boði fyrir þá sem það kjósa. Stutt er í alla helstu þjónustu á Djúpavogi eða aðeins um 10km. Fallegar gönguleiðir sem henta vönum sem óvönum ásamt því að möguleiki er á að rekast á húsdýrin á bænum, svosem hænur, endur, kindur, hesta og kanínur. Bragðavellir er friðsæll staður, stutt frá þjóðvegi eitt og kjörið viðkomustaður fyrir fjölskyldufólk á ferð um Austfirði. Hægt er að staldra við og ganga td að Snædalsfossi sem er í 15 mínútna göngufjarlægð frá Bragðavöllum, sem er tignarlegur en um leið er umhverfið stórbrotið og friðsælt. Bragðavellir - Hlaðan veitingarhús Því miður er veitingarstaðurinn lokaður sumarið 2020, við stefnum á að opna aftur 1. Júní 2021. Hægt er að biðja um tilboð fyrir hópa 20manns eða fleiri meðan lokað er. Á Bragðavöllum við Hamarsfjörð er að finna notalegan veitingarstað þar sem veitt er persónuleg þjónusta í gamalli hlöðu og gömlu fjósi. Einfaldur matseðill þar sem lögð er áhersla á staðbundið hráefni og heimilislega stemningu.

Aðrir (8)

Bókakaffi Hlöðum Hlaðir 700 Egilsstaðir 471-2255
Sænautasel Jökuldalsheiði 701 Egilsstaðir 853-6491
Hótel Svartiskógur Hallgeirsstaðir, Jökulsárhlíð 701 Egilsstaðir 868-7735
Kaffi Lára - El Grilló Bar Norðurgata 3 710 Seyðisfjörður 4721703
Gistihúsið Tærgesen Búðargata 4 730 Reyðarfjörður 4705555
Hótel Capitano Hafnarbraut 50 740 Neskaupstaður 477-1800
Kaffi Sumarlína Búðavegur 59 750 Fáskrúðsfjörður 4751575
Birki Hafnarbraut 4 780 Höfn í Hornafirði 478-1200