Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á ferð um Austurland er notalegt að tilla sér inn á eitthvert þeirra kaffihúsa sem finna má í fjórðungnum. Á flestum kaffihúsunum er boðið upp á heimabakað bakkelsi og sum bjóða upp á veitingar og vörur úr staðbundnum hráefnum.

Skaftfell Bistró
Skaftfell Bistro er staðsett á fyrstu hæð Listamiðstöðvar Skaftfells, að Austurvegi 42, á Seyðisfirði.  Veitingastaðurinn býður upp á nýstárlegan matseðil með hefðbundnum íslenskum réttum með nýstárlegu ívafi. Hluti veitingastaðarins er einnig gallerý sem sýnir verk eftir bæði svissnesk-þýska listamanninn Dieter Roth, sem bjó og starfaði á Seyðsifirði síðasta áratug ævi sinnar og einnig verk samtímalistamanna á Austurlandi. Bistro-ið leggur upp með sjálfbærni og ber virðingu fyrir náttúrunni. Bistró vinnur með ferskt hráefni úr heimabyggð og styður við bakið á bændum, sjómönnum, framleiðendum á svæðinu. 
Kaffihúsið Hjáleigan Bustarfelli
Kaffihúsið Hjáleigan er við Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði . Þar eru hægt að fá ljúffengar þjóðlegar kökur og aðrar veitingar. Opnunartími: 10:00-17:00 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst.  
Vök Bistro
Veitingastaður Vök Baths, Vök Bistro er tilvalinn að auka enn frekar á upplifun dagsins. Á Vök Bistro er boðið upp á úrval bragðgóðra rétta ásamt léttari veitingum s.s. súpur, smárétti, þeytinga og fersk salöt. Margt hráefni kemur úr heimabyggð og er leitast við að kaupa inn lífrænt eins og kostur er. Gott samstarf er við austfirska bændur til að tryggja ferskt og fyrsta flokks hráefni. Á Tebarnum bjóðum við upp á úrval af lífrænum jurtadrykkjum sem gestir brugga sér sjálfir. Þar eru á boðstólnum íslenskar handtíndar jurtir sem blandað er í 75 gráðu heitt og kristaltært vatn beint úr borholum Urriðavatns. Við bjóðum jurtadrykkina einnig kælda ef gestir vilja frískandi drykk eftir slökun í heitu laugunum. Þessi drykkur er innifalinn í aðgangsmiða gesta.
Klausturkaffi
Klausturkaffi er veitingastaður í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri í Fljótsdal, 39 km frá Egilsstöðum. Klausturkaffi leggur áherslu á íslenska matargerð og notkun á hráefni af svæðinu s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi. Allar kökur og allt brauð er heimabakað. Boðið er upp á hádegis- og kaffihlaðborð alla daga auk lítils matseðils. Einungis er opið fyrir hópa í kvöldverð eða þegar sérstakir viðburðir eru í húsinu. Veitingastaðurinn rúmar um 50 manns í sæti en að sumri er einnig hægt að sitja úti á verönd. Yfir veturinn er opið kringum viðburði og hægt að fylgjast með því á heimasíðunni þar sem einnig er að finna matseðla. Hópar alltaf velkomnir í fjölbreyttar veitingar eftir samkomulagi.  Opnunartími:Apríl og maí, kl. 11-16 Júní - ágúst, kl. 10-17September - 13. október, kl. 11-17  
Steinasafn Petru
Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir hafði  áhuga á fallegum steinum alla ævi, en byrjaði að safna þeim fyrir alvöru 1946. Steinarnir hennar eru langflestir úr Stöðvarfirði og af Austurlandi því Petra leitaði ekki mikið að steinum í öðrum landsfjórðungum. Árið 1974 ákvað Petra að opna heimili sitt fyrir öllum þeim sem vildu skoða steinana hennar. Fjölmargir sækja safnið heim á hverju ári og er Steinasafn Petru einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Austurlandi. Það fer ekki fram hjá neinum þeim sem sækir safnið heim að Petra var afkastamikill steinasafnari. Færri vita að söfnunaráhugi hennar einskorðaðist ekki bara við steinasöfnun. Petra safnaði merktum pennum, bollum og fleiri smáhlutum auk þess sem hún hefur safnað hverskonar náttúrugripum svo sem eggjum, skeljum og kuðungum í marga áratugi. Vissulega hefur hús Petru tekið á sig svipmót safns en það er þó fyrst og síðast heimili. Opið frá 1. maí til 15. október, 09:00 - 17:00 alla daga vikunnar. Kaffi Sunnó Árið 2015 varð gamall draumur að veruleika þegar Kaffi Sunnó var opnað. Þar gefst gestum kostur á að kaupa sér matarmiklar súpur og brauð, heita og kalda drykki og gómsætt bakkelsi. Opið frá 1. maí til 15. október, 09:00 - 17:00 alla daga vikunnar.
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar. Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli. Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð. Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla. Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Móðir Jörð í Vallanesi
Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í nýuppgerðum svítum með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu.  Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 10 - 17:00 mánudaga til laugardaga í júní, júlí og ágúst. Í maí og september er opið frá kl 11 - 16.   Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar.  Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.
Fjóshornið
Fjóshornið er staðsett á Egilsstaðabúinu, en þar hefur sama fjölskyldan stundað búskap í hartnær 130 ár. Í Fjóshorninu er búið til skyr, ostur og jógúrt allan ársins hring en kaffihús Fjóshornsins er þó aðeins opið á sumrin. Einnig er hægt að kaupa nautakjöt beint frá býli. Á kaffihúsinu er hægt að setjast niður í notalegu umhverfi, gæða sér á heimagerðum veitingum og drekka gott kaffi. Því miður verður kaffihús Fjóshornsins ekki opið sumarið 2022 en áhugasamir um kaup á afurðum frá búinu eru hvattir til að hafa samband í skilaboðum á facebook, í tölvupósti eða í gegnum síma.
Hótel Stuðlagil & Stuðlagil INN
Langabúð-Byggðasafn - Ríkarðssafn
Langabúð er reist á grunni eldra húss og þar sem Langabúð stendur hefur verið verslun frá árinu 1589 er Þýskir kaupmenn frá Hamborg hófu verslunarrekstur á Djúpavogi. Langabúð hýsir safn Ríkarðs Jónssonar, ráðherrastofu Eisteins Jónssonar og minjasafn. Þar er einnig rekið yndælis kaffihús ásamt minjagripasölu.
Nesbær kaffihús
Nesbær kaffihús er staðsett í Neskaupstað. Nesbær hefur verið vinsæll staður fyrir fólk til að setjast niður og slaka á í áraraðir. Hann er staðsettur í gömlu húsi sem var byggt 1907 í miðbæ Neskaupstaðar. Nesbær bíður upp á ómótstæðilegar tertur, létta rétti og góðan kaffibolla. Kaffibollinn er vanalega unnin með baunum frá Guatemala. Þeir hafa kaffi í margslags formi. Eins og Kaffi Latte, Frappocino, Cappucino og meira. Nesbær leggur áhersla á að gera heimabakaða tertur og bakkelsi fyrir kúnnana. Nesbær er með internet og aðstöðu til að halda fundi. Það er hægt að finna ýmisslegt í Nesbæ kaffihús. Eins og mikið úrval af garni, gjafakort, prjóna, lítið notuð föt, heimagerðar ullarpeysur og gjafavara. Ef það fæst ekki í Nesbæ þá þarftu ekki á því að halda 😉 Nesbær heilsar þér með vinalegu viðmóti og hlakkar til að sjá ykkur í kaffi.
Salt Café & Bistro
Salt Café & Bistro er veitingastaður og kaffihús í miðbæ Egilsstaða.  Við bjóðum fjölbreyttan matseðil og mikil gæði. Matseðillinn inniheldur meðal annars hamborgara, pizzur, salöt, tandoori, fiskrétti og steikur. Við leggjum einnig áherslu á heilsusamlega rétti fyrir fólk með hollan lífsstíl.  Skoðaðu matseðilinn okkar og fylgstu með krítartöflunni. Opnunartími er 11:30 – 22:00.
Tehúsið Hostel
Tehúsið Hostel er staðsett í miðsvæðis á Egilsstöðum. Gestir hafa aðgang að fullbúnu eldhúsi og hægt er að slaka á í gestastofum. Ókeypis WiFi er til staðar. Á hostelinu er lögð áhersla á umhverfismál og sanngjörn viðskipti (Fair trade). Allt sorp er flokkað. Okkar gildi eru gleði, sjálfbærni og heiðarleiki. Gott kaffihús og bar er á Hostelinu sem bíður upp á Te, Kaffi og heimabakað meðlæti. Barinn er með eitt mesta úrval af bjór á Austurlandi. Farfuglaheimilið býður upp á einföld, snyrtileg, herbergi með góðum rúmum. Bæði í svefnskálum og privat. Baðherbergisaðstaða er sameiginleg. Rúmfatnaður og handklæði eru til staðar. Gististaðurinn er staðsettur miðsvæðis við hlið tjaldsvæðis Egilsstaða og upplýsingaveitu. Hægt er að panta morgunverð sem m.a. felur í sér staðbundið góðgæti.
Hamar Kaffihús
Utan afgreiðslutíma tökum við á móti einstaklingum og hópum í kaffi eða veitingar. Einnig er hægt að leigja salinn hjá okkur undir einkasamkvæmi. Ýmislegt í boði. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í síma: 4756625 á afgreiðslutíma eða sendið okkur tölvupóst á póstfangið drangagil@gmail.com.
Álfacafé
Álfakaffi er vinalegt kaffihús á Borgarfirði sem enginn skyldi leiða hjá sér sem þorpið sækir heim. Staðinn prýða margs konar dýrgripir úr ríki borgfirskrar náttúru, dýra og manna og fiskisúpan og vöfflurnar eru hvort tveggju heimsfrægt um allt Austurland. Fiskverkunin er á næsta bæ og tilvalið að kíkja þar inn í leiðinni.
Óbyggðasetur Íslands
Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi. Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri. Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum. Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.
Sesam Brauðhús - Handverksbakarí
HANDVERKSBAKARÍIÐ Síðan 2011 hefur Sesam Brauðhús handverksbakarí haft það að leiðarljósi að framleiða úrvals brauð og sætabrauð úr gæðahráefni. Við keppumst við að skapa notalegt andrúmsloft og veita persónulega þjónustu. Bakarameistararokkar hafa samanlagða áratugareynslu í framleiðslu á lúxus handunnum bakarísvörum. Við erum handverksbakarí og því er notkun stórra véla takmörkuð. Hér er allt lagað í höndunum eins mikið og hægt er og getum við því með sönnu boðið upp á handbragð meistarans. Á hverjum degi framleiðum við margar tegundir af brauði. Meðal annars úr súrdeigi sem við lögum frá grunni. Við notum ýmis spennandi hráefni sem við blöndum í brauðin okkar eftir kúnstarinnar reglum. Byggmjöl, rúgkjarnar, sólkjarnar, graskersfræ og spíraður rúgur er aðeins brot af því sem við notum daglega til að gera brauðin okkar algerlega einstök. Til dæmis er byggmjölið sem við notum í okkar vörur, framleitt hjá Móðir Jörð ehf í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. En það er fyrirtæki í lífrænni ræktun og matvælaframleiðslu. Byggmjölið er malað úr heilkorna bankabyggi og hefur því alla sömu næringarfræðilegu kosti. Einnig bjóðum við upp á sérbrauð eins og glúteinlaus og hveiti / gerlaus. SÆTABRAUÐIÐ Við bjóðum líka daglega upp á mikið úrval af sætabrauði. Allt frá smástykkjum eins og sérbökuðum vínarbrauðum, hunangsbollum, hafraklöttum, kanilsnúðum og marsípanstykkjum og upp í stórar tertur með marsípani, súkkulaði, sykurmassa eða þeyttum rjóma. KAFFIHÚSIÐ Kíktu endilega í heimsókn við tækifæri og skoðaðu úrvalið af því sem við höfum upp á að bjóða. Sjón er sögu ríkari. Við erum staðsett að Hafnargötu 1 á Reyðarfirði. SESAM Brauðhús er opið er alla virka daga frá 7.30 til 16.30 og laugardaga frá 9.00 til 15.00.   Verið ávallt velkomin. 

Aðrir (3)

Bókakaffi Hlöðum Hlaðir 700 Egilsstaðir 471-2255
Kaffi Lára - El Grilló Bar Norðurgata 3 710 Seyðisfjörður 4721703
Kaffi Sumarlína Búðavegur 59 750 Fáskrúðsfjörður 4751575