Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Steinasafn Petru

- Kaffihús

Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir hafði  áhuga á fallegum steinum alla ævi, en byrjaði að safna þeim fyrir alvöru 1946.

Steinarnir hennar eru langflestir úr Stöðvarfirði og af Austurlandi því Petra leitaði ekki mikið að steinum í öðrum landsfjórðungum.

Árið 1974 ákvað Petra að opna heimili sitt fyrir öllum þeim sem vildu skoða steinana hennar. Fjölmargir sækja safnið heim á hverju ári og er Steinasafn Petru einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Austurlandi.

Það fer ekki fram hjá neinum þeim sem sækir safnið heim að Petra var afkastamikill steinasafnari. Færri vita að söfnunaráhugi hennar einskorðaðist ekki bara við steinasöfnun. Petra safnaði merktum pennum, bollum og fleiri smáhlutum auk þess sem hún hefur safnað hverskonar náttúrugripum svo sem eggjum, skeljum og kuðungum í marga áratugi.

Vissulega hefur hús Petru tekið á sig svipmót safns en það er þó fyrst og síðast heimili.

Opið frá 1. maí til 15. október, 09:00 - 17:00 alla daga vikunnar.

Kaffi Sunnó

Árið 2015 varð gamall draumur að veruleika þegar Kaffi Sunnó var opnað. Þar gefst gestum kostur á að kaupa sér matarmiklar súpur og brauð, heita og kalda drykki og gómsætt bakkelsi.

Opið frá 1. maí til 15. október, 09:00 - 17:00 alla daga vikunnar.

Steinasafn Petru

Steinasafn Petru

Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir hafði  áhuga á fallegum steinum alla ævi, en byrjaði að safna þeim fyrir alvöru 1946. Steinarnir hennar eru langfle
Kirkjubær Guesthouse

Kirkjubær Guesthouse

Kirkjubær er einstakur gististaður á Íslandi, staðsettur á Stöðvarfirði, einni af náttúruperlum Austfjarða. Húsið er afhelguð kirkja, endurbyggð árið
Tjaldsvæðið Stöðvarfirði

Tjaldsvæðið Stöðvarfirði

Tjaldsvæðið er við austurenda byggðarinnar, með salerni, rafmagni og losun fyrir húsbíla. Það stendur við fallegt skógræktarsvæði með grillaðstöðu og
SAXA Guesthouse and Café

SAXA Guesthouse and Café

Þetta gistihús er staðsett við hliðina á höfninni á Stöðvarfirði og býður upp á útsýni yfir hafið og fjallið Súlur. Það er með ókeypis Wi-Fi og býður
Stöðvarfjörður

Stöðvarfjörður

Stöðvarfjörður er eina þorpið á Austfjörðum sem Hringvegurinn liggur í gegnum og þar er margt áhugavert að skoða. Heimamenn stunda fiskveiðar, ferðaþj

Stórakerald og Tyrkjaurð

Söguminjar á Stöðvarfirði Framan í fjallinu Steðja, sem er fyrir ofan þorpið, er stor geil inn í fjallið sem heitir Stórakerald. Þangað er sagt að Stö
Gallerí Snærós og Grafíksetur

Gallerí Snærós og Grafíksetur

Á Stöðvarfirði er rekin ein fullkomnasta grafíkvinnustofa landsins. Hún er á höndum hjónanna Ríkharðar Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur. Oft er
Sundlaugin Stöðvarfirði

Sundlaugin Stöðvarfirði

EINSTÖK ÚTILAUG MEÐ HEITUM POTTI Á Stöðvarfirði er einstaklega falleg útilaug rétt hjá skólamiðstöð staðarins. Sundlaugin var byggð árið 1982 en hún
Saxa

Saxa

Saxa er “sjávarhver” við ströndina skamm utan við Lönd. Saxa er sérstakt náttúrufyrirbæri þar sem úthafsaldan gengur inn í klettaskoru og spýtist síða

Fjöllin á Stöðvarfirði

Súlur - Fremstar meðal jafningja. Fyrir áhugamenn um fjallgöngur er fjallahringurinn í Stöðvarfirði með áhugaverðari stöðum til slíkrar iðju. Ber þar

Aðrir (3)

Gallerí Snærós Fjarðarbraut 42 755 Stöðvarfjörður 475-8931
Heiðmörk íbúðir Heiðmörk 17-19 755 Stöðvarfjörður 896-2830
Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn Stöðvarfirði - (Svæðismiðstöð) Fjarðarbraut 43 755 Stöðvarfjörður 475-8939