Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hlutar þessarar ferðaleiðar eru ekki færir utan sumarmánaða þar sem hálendisvegir og vegslóðar (F-vegir) eru ekki þjónustaðir yfir vetrartímann. Hægt er að skoða opnanir og færð á vegum hér. Utan sumartímans er því kjörið að aðlaga ferðalagið að öðrum ferðaleiðum, t.d. Fljótsdalshringnum.

Að ferðast um Austurland að vetri til er sannarlega ævintýri líkast – en krefst svolítils skipulags og sveigjanleika, enda stýrir veðurfarið gjarnan ferðinni á þessum árstíma. Mikilvægt er að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum og vera viss um að þeir staðir sem ætlunin er að heimsækja séu örugglega opnir. Það þarf að klæða sig eftir veðri og hafa viðeigandi búnað eins og göngustafi og -brodda til taks. Takmörkuð birta gerir að verkum að dagleiðir verða styttri en það þýðir auðvitað bara að meiri tími gefst til að slaka á, horfa upp í næturhimininn og njóta norðurljósanna og stjarnanna!

Lagarfljótið, Hallormsstaðaskógur og Fljótsdalur eru einstök í vetrarskrúða og þar eru fjölmargar gönguleiðir og áningarstaðir fyrir góða nestispásu sem vert er að njóta. Ekki er ólíklegt að rekast á hreindýr á ferðinni því þegar snjóa fer, fikra þau sig niður á láglendið í ætisleit. Talandi um ætisleit, gott er að hafa nesti í bílnum þar sem sumir veitingastaðir loka yfir vetrartímann og er því skynsamlegt að vera búin að gera ráðstafanir með slíkt fyrir fram.

Ekið er til baka í átt að Egilsstöðum norðan megin við Lagarfljót og þegar komið er til byggða aftur er tilvalið að dýfa sér í jarðhitalaugarnar í Vök Baths við Urriðavatn.

Einnig er hægt að aka áfram til norðurs eftir þjóðvegi 1 um Jökuldal og skoða eina af helstu ferðamannaperlum Austurlands, Stuðlagil á Efri-Jökuldal en þangað er rúmlega 50 km akstur frá Egilsstöðum (beygt af þjóðvegi á veg nr. 923). Stuðlagil státar af einni stærstu og fallegustu stuðlabergsmyndun á landinu og er einstaklega myndrænt. Hægt er að skoða gilið frá tveimur sjónarhornum – frá útsýnispalli norðan megin við gilið við bæinn Grund – og austan megin með því að fylgja gönguleið frá bænum Klausturseli, fram hjá Stuðlafossi og ofan í gilið. Fara þarf afar varlega þar sem bæði getur verið hált á þessum árstíma og meta þarf aðstæður hverju sinni.

Við mælum með að taka góðan tíma í ferðalagið til að njóta sem best þess sem fyrir augu ber á leiðinni. Hægt er að útbúa eigin útgáfu af ferðaleiðinni með því að nota „Mitt uppáhald“ möguleikann hér á síðunni. Þannig getur þú skipulagt draumaferðalagið þitt um Austurland á þann hátt sem þér hentar best. Góða skemmtun!

Áhugaverðir staðir

Afþreying

Hús Handanna
Sundlaugin Egilsstöðum
Sláturhúsið
Snæfellsstofa, Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs
Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður
Óbyggðasetur Íslands
Torfhús við Hjarðarhaga
Vök Baths

Veitingastaðir

Aðrir (3)

Bókakaffi Hlöðum Hlaðir 700 Egilsstaðir 471-2255
N1 - Þjónustustöð Egilsstaðir Kaupvangur 4 700 Egilsstaðir 440-1450
Olís - Þjónustustöð Búðareyri 33 730 Reyðarfjörður 474-1147

Gisting

Skipalækur
Hótel Valaskjálf
Hérað | Berjaya Iceland Hotels
Tehúsið Hostel
Tjaldsvæðið á Egilsstöðum
Hotel 1001 nott
Óbyggðasetur Íslands

Aðrir (1)

Lyngás Guesthouse - Egilsstaðir Lyngás 5-7 700 Egilsstaðir 4711310