Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þessi ferðaleið er jafnan fær fram í september og jafnvel byrjun október en það fer eftir veðri og vindum. Hins vegar eru hálendisvegir og vegslóðar (F-vegir) ekki þjónustaðir frá því að fer að snjóa. Því er afar mikilvægt að fylgjast með veðurspá og færð á vegum. Utan sumartímans er svo kjörið að aðlaga ferðalagið að öðrum ferðaleiðum, t.d. Fljótsdalshringnum.

Fjölmargir veitingastaðir á Austurlandi leggja metnað sinn í að bjóða upp á staðbundið hráefni í réttum sínum sem munu gleðja bragðlauka ferðalanga. Þegar líða fer á haustið fara árstímabundnir gisti- og veitingastaðir þó að leggjast í vetrardvala svo það er gott að kynna sér vel hvað er opið áður en lagt er af stað í ferðalagið.

Ekið er sem leið liggur frá Egilsstöðum með fram bökkum Lagarfljóts í gegnum Hallormsstaðaskóg, stærsta skóg landsins, sem er ægifagur í haustskrúðanum. Í skóginum eru fjölmargar göngu- og hjólaleiðir og áningarstaðir fyrir góða nestispásu.

Áfram er haldið inn í Fljótsdal og þar er margt sem þarf að rannsaka nánar. Hægt er að ganga vinsæla leið upp með Hengifossi eða líta við í Snæfellsstofu, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem lífríki svæðisins eru gerð áhugaverð skil. Þá er tilvalið að koma við á Skriðuklaustri og kynna sér merkilega sögu hússins og húsbyggjandans, rithöfundarins Gunnars Gunnarssonar. Á Skriðuklaustri er hægt að skoða rústir munkaklausturs frá 16. öld og þar er frábært útileiksvæði fyrir börn á öllum aldri. Innst í Fljótsdal er svo Óbyggðasetur Íslands þar sem meðal annars er hægt að fræðast um lífsbaráttu fólks við jaðar hálendisins fyrr á tímum.

Ef vegur nr. 910, sem liggur upp á hálendi Austurlands, er færer hægt að aka malbikaða leið alla leið að Kárahnjúkum en þar tekur við malarvegur (nr. 907) sem er aðeins fær vel búnum fjórhjóladrifnum bílum. Á þessum árstíma er þó heldur ráðlegt að aka aftur til baka í átt að Egilsstöðum norðan megin við Lagarfljót og þegar til byggða er komið er tilvalið að dýfa sér í jarðhitalaugarnar í Vök Baths við Urriðavatn.

Einnig er hægt að aka áfram til norðurs eftir þjóðvegi 1 um Jökuldal og skoða eina af helstu ferðamannaperlum Austurlands, Stuðlagil á Efri-Jökuldal, en þangað er rúmlega 50 km akstur frá Egilsstöðum (beygt af þjóðvegi á veg nr. 923). Stuðlagil státar af einni stærstu og fallegustu stuðlabergsmyndun á landinu og er einstaklega myndrænt. Hægt er að skoða gilið frá tveimur sjónarhornum – frá útsýnispalli norðan megin við gilið við bæinn Grund – og austan megin með því að fylgja gönguleið frá bænum Klausturseli, fram hjá Stuðlafossi og ofan í gilið.

Við mælum með að taka góðan tíma í ferðalagið til að njóta sem best þess sem fyrir augu ber á leiðinni. Hægt er að útbúa eigin útgáfu af ferðaleiðinni með því að nota „Mitt uppáhald“ möguleikann hér á síðunni. Þannig getur þú skipulagt draumaferðalagið þitt um Austurland á þann hátt sem þér hentar best. Góða skemmtun!

 

Áhugaverðir staðir

Afþreying

Hús Handanna
Sundlaugin Egilsstöðum
Sláturhúsið
East Highlanders
Trjásafnið í Hallormsstaðaskógi
Snæfellsstofa, Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs
Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður
Óbyggðasetur Íslands
Fossahringur
Laugarfell
Torfhús við Hjarðarhaga
Vök Baths

Aðrir (1)

Sænautasel Jökuldalsheiði 701 Egilsstaðir 853-6491

Veitingastaðir

Aðrir (3)

Bókakaffi Hlöðum Hlaðir 700 Egilsstaðir 471-2255
N1 - Þjónustustöð Egilsstaðir Kaupvangur 4 700 Egilsstaðir 440-1450
Olís - Þjónustustöð Búðareyri 33 730 Reyðarfjörður 474-1147

Gististaðir

Gistiheimilið Vínland
Skipalækur
Hótel Valaskjálf
Hérað | Berjaya Iceland Hotels
Tehúsið Hostel
Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir
Tjaldsvæðið á Egilsstöðum
Hotel 1001 nott
Hótel Hallormsstaður
Óbyggðasetur Íslands

Aðrir (1)

Lyngás Guesthouse - Egilsstaðir Lyngás 5-7 700 Egilsstaðir 4711310