Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skíðasvæðið í Stafdal

Stafdalur er við þjóðveg nr. 93 á milli efri og neðri Stafs í Fjarðarheiðinni sem er á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Skíðasvæðið er í u.þ.b. 21 km. fjarðlægð frá Egilsstöðum og 8 km. frá miðbæ Seyðisfjarðar.

Á svæðinu eru 3 skíðalyftur og aðstaða fyrir alls konar skíðafólk.

Byrjendalyftan er kaðallyfta sem er um 100 metra löng og er aðeins opin um helgar og hátíðardögum.

Neðri lyfta er diskalyfta um 900 metra löng og hefur 190 metra hæðarmismun.

Efri lyfta er diskalyfta um 700 metra löng og hefur 160 metra hæðarmismun.

Skíða- og snjóbrettaleiga er á svæðinu og skáli sem er opinn gestum.

Í Stafdal er mjög skemmtilega gönguskíðabraut sem er um 5 km og er hún ávallt troðin þegar tími vinnst til.

Skíðasvæðið í Stafdal

Skíðasvæðið í Stafdal

Stafdalur er við þjóðveg nr. 93 á milli efri og neðri Stafs í Fjarðarheiðinni sem er á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Skíðasvæðið er í u.þ.b. 21 k
Skíðasvæðið í Stafdal

Skíðasvæðið í Stafdal

Stafdalur er skíðasvæði Seyðfirðinga og er staðsett við þjóðveg nr. 93 milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Á svæðinu eru 3 skíðalyftur og aðstaða fyrir
Gufufoss

Gufufoss

Gufufoss er fallegur foss innarlega í Seyðisfirði. Nafnið er tilkomið vegna mikillar gufu sem fossinn gefur frá sér og sveipar hann ákveðinni dulúð. V
Tvísöngur

Tvísöngur

Tvísöngur er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne og er hluti af listaverkaröð sem fjallar um form tónlistar. Verkið er staðsett í Þófun
 Bjólfur og snjóflóðavarnargarðar Seyðisfjarðar

Bjólfur og snjóflóðavarnargarðar Seyðisfjarðar

Bjólfur er eitt af hinum tignarlegu fjöllum Seyðisfjarðar, 1085 m. að hæð. Ofarlega í fjallinu, í um 600 m. hæð eru snjóflóðavarnargarðar, en frá þeim

Fjarðarselsvirkjun

Fjarðaselsvirkjun er elsta starfandi virkjunin á Íslandi, stofnsestt 1913 og lítt breytt frá upphafi. Það út af fyrir sig gerir hana mjög forvitnilega