Jólaævintýri á Austurlandi
Hreindýr hafa í gegnum tíðina ekki skipað stóran sess í íslenskum jólahefðum - nema kannski í amerískum jólakvikmyndum á skjám landsmanna þar sem hreindýr draga sleða jólasveinsins um himininn. Eftir því sem við best vitum koma íslensku jólasveinarnir nú bara á tveimur jafnfljótum til byggða. Hreindýrskálfarnir Garpur og Mosi, hafa þó unnið hug og hjörtu íbúa á Austurlandi í aðdraganda jólanna.