Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þjónustuhús við Stórurð

Þegar ráðist var í uppbyggingu á göngusvæði Stórurðar og Dyrfjalla var ákveðið að byggja um leið þjónustuhús fyrir svæðið. Þessi uppbygging svæðisins styrkir sjálfbæra ferðamennsku í formi gönguferða á ferðamannasvæði sem þolir meiri nýtingu, eykur öryggi ferðamanna, eflir lýðheilsu, stuðlar að náttúruvernd og eykur stolt heimamanna.

Húsið er hannað af arkitektinum Erik Rönning Andersen. Hönnunin er frumleg og stílhrein, og greinilega innblásin af Dyrfjöllunum. Áhersla var lögð á að byggingin væri umhverfisvæn og þyrfti lítið viðhald og endurspeglast þetta í einföldu efnisvali. Byggingin er hógvær og einföld en þjónar hlutverki sínu vel í mikilli sátt við umhverfið. Húsið er samsett úr tveimur aðskildum smáhýsum; annað hýsir salerni en hitt upplýsinga- og útsýnisrými. 

Þjónustuhús við Stórurð

Þjónustuhús við Stórurð

Þegar ráðist var í uppbyggingu á göngusvæði Stórurðar og Dyrfjalla var ákveðið að byggja um leið þjónustuhús fyrir svæðið. Þessi uppbygging svæðisins
Innra Hvannagil

Innra Hvannagil

Innra Hvannagil er í Njarðvík við Borgarfjörð eystri. Frá bílastæði er gengið um 100 m upp með ánni, upp fyrir berggang sem byrgir útsýn inn í gilið.
Unaós

Unaós

Unaós er kenndur við Una Garðarsson landnámsmann, en Landnáma segir hann hafa tekið land í ósnum. Landnám hans náði alla leið að Unalæk.  Uni lagði sk
Stapavík við Héraðsflóa

Stapavík við Héraðsflóa

Utan við bæinn Unaós, skammt frá ósum Selfljóts stendur Stapavík. Milli 1930 og 1945 var þar uppskipunarhöfn og er staðurinn nátengdur verslunarsögu B
Stórurð

Stórurð

Stórurð er ein mesta náttúruperla Íslands og nýtur vaxandi vinsælda hjá göngufólki sem leggur á sig drjúga göngu til að skoða Stórurð og upplifa hrika