Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hallormur fyrir hjól
Einföld hjólaleið um Hallormsstað. Upphaf leiðarinnar er hjá Hótel Hallormsstað en hún liggur síðan í hring um neðri hluta skógarins. Hækkun er innan við 200 m. Vegalengd 10 km.
Fjallahjólaleið á Hallormsstað
Skemmtileg og fjölbreytt fjallahjólaleið, heildarlengd um 5 km. Leiðin byrjar við Hallormsstaðaskóla, hjólað er upp í Bjargselsbotna, þar byrjar leiðin niður, sem er um 2 km. Þegar komið er niður, er hjólað inn skóg í Hallormsstaðaskóla. Leiðarlýsing  Powered by Wikiloc
Ranaskógur - Hjólaleið
Ný og krefjandi hjólaleið niður í gegnum Ranaskóg. Til að komast á upphafsstað er hjólað frá þjóðvegi upp línuveg sem er u.þ.b. 2 km innan við Hrafnkelsstaði, honum fylgt að stóru möstrunum og svo út Víðivallaháls þar til fer að halla niður að Gilsárgili, þar er tekin greinileg slóð til vinstri. Hægt er að afla frekari upplýsinga hjá Hel-Fjallahjólaleiðum í Fljótsdal - (sjá hér).
Norðurdalur - hjólaleið
Upphaf er við Ufsárlón á Eyjabökkum, rétt austan ivð brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal. Vinsamlegast lokið hliðinu á eftir ykkur. Leiðin er mjög greinileg og liggur að mestu með girðingunni austan við Jökulsá og trackið endar við bæinn Glúmsstaðasel. Þar er hægt að fara yfir ánna á kláf og t.d. hjóla áfram út í Óbyggðasetur. Leiðin er að mestu miðlungserfið, en í henni eru mýrarkaflar sem geta verið erfiðir en eru ekki langir. Það eiga ekki að vera neinar sérstakar hættur á leiðinni, en við biðjum fólk ávallt að gæta fyllsta öryggis og sérstaklega ef farið er fram á gilbrúnina til náttúruskoðunar. Hægt er að afla frekari upplýsinga hjá Hel-Fjallahjólaleiðum í Fljótsdal (sjá hér).