Fara í efni
BÆJARHÁTÍÐ

Vopnaskak

Vopnaskak

Vopnfirðingar halda árlegu bæjarhátíðina Vopnaskak hátíðalega fyrstu helgina í júlí. Boðið er upp á fjölbreytta og fjölskylduvæna dagskrá þar sem lögð er áhersla á að allir geti skemmt sér vel.

Í gegnum tíðina hefur mikill metnaður einkennt dagskrá Vopnaskaks og reynt að höfða til allra aldurshópa. Dagskráin inniheldur iðulega tónleika, útiskemmtanir, listasmiðjur og -sýningar, íþróttaviðburði, kvöldvökur, súpukvöld, dansleiki o.fl.

Á sunnudeginum er lifandi dagur í Minjasafninu á Bustarfelli. Þá færist mikið líf í gamla torfbæinn þegar sjálfboðaliðar taka á móti gestum, sýna forna starfshætti og handverk auk þess sem boðið er upp á kaffi og lummur í baðstofunni. Einnig er gamaldags kaffihlaðborð er í Hjáleigunni.

Upplýsingar

  • Vopnafjörður
  • Fyrsta helgin í Júlí
  • Website