Fara í efni

Staðbundin hráefni og fjölbreyttar matarhefðir eru í hávegum höfð á Austurlandi. Síðustu ár hefur sala á vörum beint frá býli aukist jafnt og þétt, auk þess sem fleiri veitingastaðir og kaffihús bjóða upp á rétti úr matvöru beint frá býli.

Fjóshornið
Fjóshornið er staðsett á Egilsstaðabúinu, en þar hefur sama fjölskyldan stundað búskap í hartnær 130 ár. Í Fjóshorninu er búið til skyr, ostur og jógúrt allan ársins hring en kaffihús Fjóshornsins er þó aðeins opið á sumrin. Einnig er hægt að kaupa nautakjöt beint frá býli. Á kaffihúsinu er hægt að setjast niður í notalegu umhverfi, gæða sér á heimagerðum veitingum og drekka gott kaffi. Því miður verður kaffihús Fjóshornsins ekki opið sumarið 2022 en áhugasamir um kaup á afurðum frá búinu eru hvattir til að hafa samband í skilaboðum á facebook, í tölvupósti eða í gegnum síma.
Móðir jörð
Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í íbúð eða í bústað með eldhúskrók og sérbaðherbergi með sturtu.  Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 11 - 19:00 alla daga frá 20. júní til 20. ágúst. Utan þess tímabils er opið alla daga frá 11 - 16:00. Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar.  Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.

Aðrir (2)

Blöndubakki Blöndubakki 701 Egilsstaðir 895-8929
Listiðjan Eik Miðhús 701 Egilsstaðir 471-1320