Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sandvík

Heimkynni draugsins Glæsis.

Eyðivík norðan við Gerpi, þar sem áður var austasta byggða ból á landinu. Við sandvík er kenndur draugurinn Glæsir, sem fylgir gjarnan Sandvíkingum og tekur ofan höfuðið þegar hann heilsar fólki.

Stikuð leið liggur frá Stuðlum til Sandvíkur um Sandvíkurskarð. Gangan tekur um þrjár klukkustundir og fer hæst í um 500 m.y.s. Þá er hún brött en þokkalega greiðsfær. Var áður aðalleið Sandvíkinga á landi og þótti erfið hestleið.

Útsýni úr Sandvíkurskarði er stórkostlegt. Í Sandvík er björgunarskýli, en þar er ekki nein ferðamannaaðstaða. Þangað þurfa ferðalangar að bera með sér allt viðurværi.

Sandvík

Heimkynni draugsins Glæsis. Eyðivík norðan við Gerpi, þar sem áður var austasta byggða ból á landinu. Við sandvík er kenndur draugurinn Glæsir, sem fy
Gerpir

Gerpir

Gerpir er austasti höfði landsins, snarbrattur og hömróttur sjávarmegin, 661 m. hár. Talið er að eitt elsta berg landsins, um 12 milljóna ára gamalt,

Viðfjörður

Einn eyðifjarðanna við Norðfjarðarflóa. Viðfjörður er syðstur fjarðanna þriggja við Norðfjarðarflóa. Þórbergur Þórðarson skrifaði bókina Viðfjarðarund

Hellisfjörður

Skemmtileg gönguleið í fallegan eyðifjörð. Fallegur og gróðursæll eyðifjörður, sem gengur inn úr Norðfjarðarflóa. Þar má enn sjá leifar gamallar hvals
Rauðubjörg

Rauðubjörg

Falleg líparítbjörg á Barðsnesi við Norðfjarðarflóa. Norðfirðingar hafa löngum sagt að ef sólin glampar á Rauðubjörg að kvöldi, þá viti það á gott veð