Álfkonusteinn gönguleið
Töluverðan spöl fyrir ofan bæinn Bustarfell í Vopnafirði stendur stór stein sem kallast Álfkonusteinn. Tiltölulega létt er að ganga frá Bustarfelli að steininum en honum tengist skemmtileg þjóðsaga. Sagan segir að að sýslumannsfrú á Bustarfelli hafi í draumi verið leidd inn í steininn en þar bjuggu álfar. Þar kom hún til hjálpar álfkonu í barnsnauð, sem launaði fyrir sig með fallegum gullofnum vef eða klæði. Klæðið er haganlega gert, framandi og einsdæmi hér á landi, og er nú í eigu Þjóðminjasafni Íslands.