Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Menningarsumarið á Austurlandi 2025

Þú veist þetta kannski nú þegar en við á Íslandi verðum við ansi spennt fyrir sumrinu!
Bræðslan. Mynd: Hafþór Snjólfur
Bræðslan. Mynd: Hafþór Snjólfur

Sumarið snýst ekki bara um miðnætursól, hlýrra veður og að leika sér í náttúrunni, það er líka tími útihátíða og menningarviðburða.

Þegar börnin eru laus við skóla og fullorðnir í fríi viljum við gjarnan hitta vini og ættingja við ýmis tilefni sem fela meðal annars í sér tónlist, list, mat og fleira sem menningarlífið hefur að bjóða á þessum árstíma.

Hér eru nokkrir valdir menningarviðburðir sem hægt er að njóta á Austurlandi í sumar til viðbótar við allar fallegu gönguleiðirnar, lundabyggðirnar, ljósmyndavænu gljúfrin, fossana og hina einstöku náttúru í kringum okkur.

Það eru ótal góðar ástæður til að fara austur í sumar! Við lofum þér hlýjum móttökum.

Sumartónleikar & menningarhátíðir

Dagsetningar sem eiga heima í dagatalinu þínu

1.–2. júní – Sjómannadagurinn

Ástsæl hátíð sem heiðrar sjómennskuhefð Íslendinga og er haldin hátíðleg víðs vegar um strandbyggðir landsins. Hvert sjávarþorp setur sinn eigin svip á daginn með líflegri dagskrá, fjölskylduvænum viðburðum og ríku heimastolti.

Neskaupsstaður. Photo: Nikoleta Savvaki.

Neskaupsstaður. Mynd: Nikoleta Savvaki. 

19.–26. júní – Gönguvikan í Fjarðabyggð

Átta daga útivistarhátíð í Austfjörðum. Göngur með leiðsögn um fjöll og firði við allra hæfi. Göngudögum lýkur með kvöldvöku, sameiginlegri söngstund og góðri stemningu. Þeir sem klára fimm fjallatinda fá titilinn „Fjallagarpur Gönguvikunnar“ (Þrír tindar fyrir börn). Náttúruskóli heldur litlum könnuðum uppteknum á meðan mamma og pabbi fara í gönguferðir.

 Barðsnes. Photo: Þráinn Kolbeinsson.

Barðsnes. Mynd: Þráinn Kolbeinsson.

21. júní – Sólstöðuhátíð í Skaftfelli

Þetta er í þriðja sinn sem götuhátíðin er haldin til heiðurs sólstöðum. Listasmiðjur, mat- og griðbásar, lifandi tónlist, menningarathafnir, dans og gleði fram á nótt. Hátíðin er haldin af Skaftfelli, miðstöð lista á Seyðisfirði, og er sannkölluð gleðihátíð ljóss, listar og samfélags.

21. júní – Skógardagurinn mikli í Hallormsstaðaskógi

Dagur tileinkaður stærsta skógi Íslands, Hallormsstaðaskógi. Fjölskylduvæn skemmtun þar sem keppt er í skógarhöggi, boðið uppá ýmislegt grillað góðgæti ásamt ketilkaffi og lummur meðan tónlistaratriði skemmta gestum og börnin bregða á leik.

Hallormsstaðaskógur. Mynd: Múlaþing

26.–29. júní – Støð í Stöð

Lífleg helgi á Stöðvarfirði þar sem má finna listasýningar, tónleikar, pop-up viðburðir og skemmtanir fyrir alla fjölskylduna.

11.–13. júlí – Vopnaskak

Sumarhátíð í Vopnafirði með fjölskylduskemmtun, sundpartý, tónleika og íþróttaviðburðum. Burstafellsdagurinn er á sunnudeginum en þá lifnar gamli bærinn við og sýnir okkur hvernig hlutirnir voru gerðir í gamla daga.

16.–20. júlí – Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

Fáskrúðsfjörður var miðstöð franskra sjómanna frá síðasta hluta 19. aldar til 1935. Bærinn heiðrar þessa merku sögu með frönskum götumerkingum, safni í gamla franska spítalanum og frönskum sumardögum í júlí með fjölskylduskemmtun fyrir alla aldurshópa.

26. júlí – Bræðslan á Borgarfirði eystra

Borgarfjörður eystri er heimili þessa ástsæla tónlistarhátíðar sem nýtur mikilla vinsælda meðal Íslendinga, sem halda austur fyrir kvöldstund af frábærri tónlist og sannkallaðri sveitastemningu. Tónlistarhátíðin varir þó ekki bara eina kvöldstund en Fjarðarborg, félagsheimili bæjarins, stendur fyrir viðburðum alla vikuna í aðdranganda Bræðslunar.

Bræðslan Festival. Mynd: Hafþór Snjólfur.

31. júlí – 3. ágúst – Neistaflug

Fjölskylduhátíðin Neistaflug í Neskaupstað heldur upp á verslunarmannahelgina með mikilli hátíð þar sem allir eru velkomnir. Tónlist skipar að sjálfsögðu stórt hlutverk ásamt hinum ýmsum viðburðum.

Tónleikar í tugatali

Fyrir utan tónlistina sem setur svip sinn á margar sumarhátíðirnar, eru líka nokkrar tónleikaraðir sem vert er að kynna sér.

Bláa kirkjan á Seyðisfirði hýsir tónleikaröð á miðvikudagskvöldum frá lok júní og fram í byrjun ágúst. Þetta er fullkomin leið til að njóta einnar af fallegustu kennileitum fjarðarins. Dagskráin er fjölbreytt en þar má finna þjóðlagahljómsveitir, fusion, klassíska tónlist og fleira, með alþjóðlegum sem og innlendum flytjendum.

Seyðisfjörður. Mynd: Sabine Kramp.

Menningarstofa Fjarðabyggðar er með aðsetur í Neskaupstað og stendur fyrir nokkrum sumar­tónleikum með þekktum íslenskum listamönnum.

Á Eskifirði býður Tónlistarmiðstöð Austurlands einnig upp á spennandi viðburði en tónleikarnir fara fram í Eskifjarðarkirkju.

Gott ráð: Spyrðu heimamann þegar þú kemur á staðinn (á gististaðnum, á kaffihúsum o.s.frv.), kíktu á viðburðasíðuna okkar og Facebook-síður fyrir viðburði. Þú veist aldrei hvað þú gætir rekist á!

Menningarsetur & listasýningar

Það er alltaf þess virði að kanna hvað menningarstofnanir staðarins eru með á döfinni þegar þú ert í bænum. Það getur verið allt frá listasýningum og tónleikum til leiksýninga – oft fylgir þessu líka frábær matur og stemning. Facebook-síður þessara stofnana eru frábær uppspretta nýjustu upplýsinga.

Langabúð í Djúpivogi

Langabúð er elsta byggingin á Djúpavogi og var reist árið 1790. Í dag er hún hornsteinn samfélagsins en þar má finna höggmyndir, arfleifðarsafn og notalegt kaffihús. Þar er einnig haldin fjölbreytt dagskrá allt árið, allt frá tónleikum til spurningakvölda.

Skaftfell Listamiðstöð á Seyðisfirði

Sumarsýning Skaftfells ber nafnið Kjarval í Austur, og stendur frá 17. júní til 4. október. Þar eru sýnd landslagsverk eftir Jóhannes S. Kjarval (1885–1972) frá Austurlandi, flest þeirra úr safni Listasafns Íslands. Kjarval ólst upp á Borgarfirði eystra og sótti hann oft heim aftur á fullorðinsárum sínum, þar sem hann sótti innblástur í stórbrotið landslag Austurlands.

Jóhannes S. Kjarval var einn af frumkvöðlum íslenskrar nútímalistar. Oft er sagt að þessi ástsæli listamaður hafi hjálpað þjóð sinni að sjá fegurð landsins með nýjum augum, einkum þá fegurð sem býr í hverju fótmáli.

Á meðan þú ert í Seyðisfirði, þá er rétt að líta við í Skaftfell Bistro sem er staðsett á neðri hæð Skaftfells. Þetta er notalegur, listrænn veitingastaður og bar sem býður upp á árstíðabundinn bistróseðil. Yfir sumarið er þar oft lifandi tónlist eða plötusnúður þegar líður á kvöldið.

Skaftfell. Mynd: Jessica Auer.

Skriðuklaustur í Fljótsdal

Skriðuklaustur er alltaf þess virði að heimsækja, þar má finna einstakt og myndrænt hús, safn tileinkað fyrrum eiganda staðarins, rithöfundinum Gunnari Gunnarssyni (1889–1975), rústir klausturs frá 16. öld, sýningar og viðburði, frábært leiksvæði fyrir börn og rómað kaffihús sem býður upp á hlaðborð með afurðum úr héraði og ljúffengum heimabökuðum kökum.

Bustarfell. Photo: Jessica Auer

Skriðuklaustur. Mynd: Jessica Auer.

Sláturhúsið á Egilsstöðum

Menningar- og listamiðstöð Fljótsdalshéraðs (MMF) hefur aðsetur í Sláturhúsinu. Þar fá listamenn innblástur daglega til að skapa, miðla, kenna, hrífa og koma fram fyrir sitt samfélag. Þó að sviðslistir séu í forgrunni, er einnig reglulega myndlistarsýningar haldnar þar.

Hápunktur sumarsins er sýningin Hiraeth, sem dregur nafn sitt af velsku orði sem erfitt er að þýða nákvæmlega, djúpur og tilfinningaríkur söknuður eftir heimili sem kannski hefur aldrei verið til eða sem hefur glatast að eilífu.

Á sýningunni taka þátt 31 meðlimur Félags íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL), hver og einn túlkar þema sýningarinnar í gegnum ljósmyndun. Verkin fjalla um minni, tilheyrandi, fjarveru og ímynduð skjól, bæði á persónulegan og sameiginlegan hátt.

Einnig er vert að skoða hvað er í gangi í Tehúsinu, nágranna Sláturhússins. Þar er ekki einungis gistiheimili, heldur líka notalegt kaffihús, bar og tónleikastaður.

Söfn & Safneiningar

Söfn Austurlands endurspegla bæði sögu og náttúru svæðisins, ásamt því að sýna afrakstur sköpunar þeirra sem hafa fundið innblástur hér.

Hér getur þú kynnst sögulegum sjómannasögum og minjum úr verslunarsögu, heyrt frásagnir af litríku fólki og einstökum dýrum sem eiga hér heimkynni, auk þess að sjá falleg jarðfræðileg undur.

Hér er lítið sýnishorn af viðkomustöðum sem vert er að heimsækja. Þeir veita dýpri innsýn í hvað gerir Austurland sérstakt en einnig varpa ljósi á það sem einkenndi svæðið á árum áður.

Burstafell hjá Vopnafirði - í þessum myndrænu torfbæjum er að finna frábært þjóðminjasafn þar sem gestir geta fræðst um þróun Íslands frá hefðbundnu sveitasamfélagi yfir í nútímann.

Burstafell. Mynd: Jessica Auer.

Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum – Þar eru tvær fastasýningar: önnur fjallar um sögu hreindýra á Austurlandi og hin leiðir gesti inn í heim gamla sveitaheimilis með sögum og minjum úr daglegu lífi liðinna tíma.

Fransmenn á Íslandi, Fáskrúðsfirði – Kannaðu heillandi sögu franskra sjómanna sem höfðu bækistöðvar á Austurlandi.

The French Museum. Mynd: Pétur Sörensson.

Sjóminjasafn Austurlands, Eskifirði – Bátar hafa lengi verið lífsnauðsyn fyrir Íslendinga, bæði til veiða, verslunar og annarra nota. Heimsæktu sjóminjasafnið til að kynnast betur nánu sambandi svæðisins við hafið.

Steinasafn Petru á Stöðvarfirði – Þar sem hægt er að dást að glitrandi safni jarðfræðilegra fjársjóða sem ein sérstök heimakona hefur safnað saman.

Safnahúsið á Neskaupstað – Kíktu við í þríþættu safni bæjarins sem hýsir náttúrusafn, sjósafn og verk nútímamyndlistarmannsins Tryggva Ólafssonar.

Safnahúsið. Mynd: Michael Novtotny.

Snæfellsstofa – Upplýsingamiðstöð fyrir austurhluta Vatnajökulsþjóðgarðsins, sem er mikilfenglegur og einstakur. Þar eru framúrskarandi sýningar um gróður og dýralíf garðsins.

Tækniminjasafn á Seyðisfirði – Safnið er að komast aftur á fullt eftir skemmdir sem urðu við síðustu skriður. Þar er sýning í og við gamla verkstæðið undir heitinu „Búðareyri: sögur um umbreytingu“, sem segir stolt frá sögum úr nærumhverfinu og nýsköpun.

Óbyggðasafnið í Norðurdal – Djúpt inni í fallegum dal stendur þetta einstaka býli sem þú getur heimsótt eða gist yfir nótt og upplifað afþreyingu staðarins. Njóttu lifandi sýningar af íslenskri sögu og heyrðu sögur af Íslendingum á mörkum hálendisins.

Fleiri innsýn í fortíðina

Lindarbakki á Borgarfirði eystri – Þessi litli torfbær er frá 1899, þó að mest af því sem þú sérð hafi verið byggt á 3. áratug 20. aldar. Lindarbakki er einstaklega myndrænn, bæði vegna grasþaksins og rauðu veggjanna, auk notalegs innra rýmis sem gefur gestum tækifæri til að stíga inn í annan tíma.

Lindarbakki. Mynd: Gunnar Freyr Gunnarsson | @icelandic_explorer

Randúlffssjóhús á Eskifirði – Heillandi sjóbúðir sem raðast upp eftir strandlengju Eskifjarðar og flest þeirra eru enn í notkun. Yfir sumarið opnar Randulffssjóhús sem veitingastaður og safn. Heimsæktu staðinn fyrir ferska fiskrétti og notalega ferð til fortíðar.

Sænautasel – Fyrir einstaka upplifun af gömlu Íslandi skaltu taka afleggjarann að þessum bæ, njóta lumma og kaffi í torfbænum eða tjalda við vatnið í kyrrlátu náttúruumhverfi. Bærinn er við veg F907, en ef þú ekur úr norðri er vegurinn yfirleitt fær venjulegum bílum yfir sumartímann (4,3 km frá vegamótum).

Á viðburðadagatali okkar er að finna upplýsingar um hina ýmsu viðburði á Austurlandi í sumar