Þegar heimsmyndin hrynur og við áttum okkur á því að siðmenningin var blekking sem okkur langaði að trúa á, erum við tilneydd að kafa ofan í kjarnann og byggja upp á nýtt.
Tíminn er eitt það dýrmætasta sem við eigum en á lymskufullan hátt hefur honum verið hnuplað af okkur.
Tengsl eru dýrmæt, að tengjast sjálfinu, að tengjast öðrum.
Tengsl verða ekki til án tíma og tíminn er einskis virði án tenglsa.
Sýningin samanstendur af keramikskúlptúrum sem Rósa Valtingojer hefur unnið að í sumar. Inntak verkanna spannar ýmsar tilfinningar mannlegrar tilveru líkt og ást, sorg, ótta og reiði.
Verkin flétta saman hugleiðingar listakonunnar um tengsl og tímann og þá kúnst að tengjast sjálfum sér og öðrum.