Austurland að Glettingi - Ferðasýning á Reyðarfirði
Ágætu ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi!
Brettum upp ermar og tökum vel á móti SAF í lok mars. Í tilefni af aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem haldinn verður á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. mars var ákveðið að nýta tækifærið og blása til austfirskrar ferðakynningar, einskonar MANNAMÓT á Austurlandi.