Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

DJ námskeið með FM Belfast

8. mars kl. 15:00-18:00
Menningarstofa/Tónlistarmiðstöð bjóða upp á stuðstund með FM Belfast föstudaginn 8. mars þar sem farið verður í stuðstellingar og farið verður yfir það sem er mikilvægt þegar gera á gott og rafmagnað ball!
Ívar Pétur og Örvar úr FM Belfast hafa haldið böll og partý af öllu tagi um allan heim mest alla 21. öldina.
Núna ætla þeir að kenna unglingum í Fjarðabyggð að halda falleg og fjörug partý!
Í góðu partýi skiptir góð tónlist og góður andi öllu máli. Ívar og Örvar kenna grunninn að því að DJ-a, að velja og flytja tónlist sem fyllir rýmið af gleði, fjöri og ást!
Farið verður í undirstöðuatriðin í að DJ-a, að búa til raftónlist fyrir partý eða aðrar aðstæður, grunnatriði í að tengja og stilla upp hljóðkerfi en fyrst og fremst mikilvægi þess að geta búið til sína eigin skemmtun og haft gaman á hvaða aldri sem er!
Þetta verður skemmtilegt námskeið þar sem verður farið yfir það sem er mikilvægt við að vera plötusnúður og hvernig má blanda því saman á skapandi hátt við raftónlist – forrit og græjur. Sannkölluð stuðþjálfun!
Námskeiðið er öllum unglingum í 7. - 10. bekk að kostnaðarlausu og skráning fer fram með því að enda póst á menningarstofa@fjardabyggd.is

GPS punktar

N65° 4' 15.305" W14° 0' 46.365"