Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Kynning á ABDOM í Hallormsstaðaskóla

14. mars kl. 19:30-20:30

Upplýsingar um verð

FRITT
Staðsetning: Hallormsstaðaskóli
Dagsetning: 14. mars 2024
Tímasetning: kl. 19:30
Gjald: frítt inn
Sérfræðingur: Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir
 
Vilt þú fræðast um hvernig hægt er að efla þarmaflórun og þannig bæta andlega og líkamlega líðan?

Birna Ásbjörnsdóttir, doktor í heilbrigðisvísindum og stofnandi Jörth, fjallar um þarmaflóruna og með hvaða hætti við getum haft jákvæð áhrif á hana. Birna kynnir Abdom 1.0 sem er háþróað bætiefni frá Jörth og sérstaklega hannað til að efla þarmaflóruna, bæta meltingu og hefur græðandi áhrif á meltingarveginn.

Jörth var stofnuð með það markmið að hjálpa fólki að bæta heilsu sína og líðan með því að koma jafnvægi á þarmaflóruna. Jörth er þar sem náttúran og vísindin mætast. Við störfum með sjálfbærni að leiðarljósi og leggjum áherslu á að allir þættir í starfsemi okkar séu umhverfisvænir.
Abdom 1.0 er íslenskt bætiefni sem unnið er úr broddmjólk mjólkurkúa sem búið er að sýra og frostþurrka og bæta með sérhannaðri míkróhjúpaðri góðgerlablöndu. Abdom 1.0 er einstök vara á markaði og fyrsta vara Jörth.

Opið er fyrir spurningar í lok kynningar og eru allir velkomnir.
 

Jorth.is
 

GPS punktar

N65° 5' 42.590" W14° 44' 17.914"

Staðsetning

Hallormsstaðaskóli

Sími