Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þarmaflóran með Birnu Ásbjörnsdóttur

14.-15. mars

Upplýsingar um verð

26.500 kr
Staðsetning: Hallormsstaðaskóli
Dagsetning: 14.-15. mars 2024
Tímasetning: kl. 09:00 - 16:00
Gjald: 26.500 kr
Sérfræðingur: Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir
 
Innifalið

Fræðsla frá Birnu, hádegisverður, kaffi og te á námskeiðstíma.

 
Fyrirlestur og kennsla á ensku – samtal á ensku og íslensku.

Vilt þú fræðast um hvernig hægt er að efla þarmaflórun og þannig bæta andlega og líkamlega líðan?

Birna Ásbjörnsdóttir, doktor í heilbrigðisvísindum og stofnandi Jörth, fjallar um þarmaflóruna og með hvaða hætti við getum haft jákvæð áhrif á hana. Í þessari vinnustofu er fjallað um örveruflóru þarmanna og tengsl hennar við heilsu. Rannsóknir hafa sýnt að ójafnvægi á samsetningu þarmaflóru getur haft áhrif á taugaþroska, hegðun og jafnvel leitt til ýmissa heilsukvilla sem og stuðlað að bólgum sem geta leitt til langvinnra sjúkdóma.

Námsefnið byggir á nýjustu rannsóknum í næringarlæknisfræði ásamt heilbrigðisvísindum. Skoðað er hvaða þættir geta riðlað samsetningu þarmaflórunnar og hvernig hægt er að hlúa að og byggja þessa mikilvægu örveruflóru upp. Fjallað er um mikilvægi fæðu og næringar ásamt notkun mjólkursýrugerla (e. probiotics) í tenglsum við heilsu.

 

Þátttakendur öðlast þekkingu á hlutverki þarmaflórunnar og mikilvægi hennar í tengslum við heilsu og geðheilsu. Þátttakendum er auk þess bent á fjölbreyttar leiðir til að hafa jákvæð áhrif á þarmaflóruna.

 
Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til hskolinn@hskolinn.is
 
Kannaðu þinn rétt á menntunar-, ferða- eða tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Stéttarfélög geta beðið skólann um staðfestingu á þátttöku.

GPS punktar

N65° 5' 42.721" W14° 44' 17.528"

Staðsetning

Hallormsstaðaskóli

Sími