Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vetrarhlaupasyrpa Þristar

30. mars kl. 11:00-12:30
Vetrarhlaupasyrpa UMF Þristar hefur göngu sína að nýju laugardaginn 28. október!
Vetrarhlaupasyrpa Þristar saman stendur af sex 10 km hlaupum sem hlaupin eru á Egilsstöðum, síðasta laugardag í mánuði frá október og fram í mars að undanskyldu desemberhlaupinu sem fer fram 31. desember. Boðið verður uppá tvær vegalengdir, 5 km og 10 km. Keppendur í 10 km safna stigum eftir árangri og stigahæstu einstaklingar eru verðlaunaðir í lok vetrar.
- Upphaf: Við Íþróttahúsið á Egilsstöðum kl. 11:00, nema gamlárshlaupið sem verður ræst kl. 10:00.
- Lengd: 5 km eða 10 km.
- Þátttökugjald: 1000 kr.
- Skráning: Á staðnum eða hér: https://forms.gle/NJLPzNeieENFn9K67
Að loknu hverju hlaupi verður dregið um vegleg útdráttarverðlaun.

GPS punktar

N65° 16' 1.060" W14° 23' 42.261"

Fleiri viðburðir