Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Spjaldvefnaður með Ragnheiði Björk

26.-28. apríl

Upplýsingar um verð

43.000
Námskeiðið verður haldið með fyrirvara um að nóg þátttaka náist.
Innifalið:Kennsla og fræðsluefni frá Ragnheiði Björk, afnot af tækjum og tólum, efni til vefnaðar er innifalið samkvæmt verkefnum vinnustofunnar. Hádegisverður alla dagana ásamt kaffi og te.
 
Ragnheiður Björk kennir grunnhandtök í spjaldvefnaði og hvernig útfæra má margskonar mynstur með einfaldri aðferð og tækni. Spjaldvefnaður er vefnaðaraðferð sem tíðkaðist víðsvegar um landið fyrr á öldum. Þátttakendur setja upp í spjaldvefnað eftir mynstri og vefa band undir handleiðslu Ragnheiðar. Markmiðið er að kynna framhaldsskólakennurum í textíl þessa aðferð og til að viðhalda handverksþekkingunni og miðla til komandi kynslóða í gegnum kennslu á framhaldsskólastigi. Gott er að hafa með sér belti til að festa uppistöðuna á sig til að auðvelda vefnað.

GPS punktar

N65° 5' 43.444" W14° 44' 18.435"

Fleiri viðburðir