Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Áfangastaðurinn Austurland - Vertu með í að móta Austurland til framtíðar.

austurlandFerðamálasamtök Austurlands höfðu frumkvæði að því að setja af stað verkefni um hönnun áfangastaðarins Austurlands fyrir rúmu ári síðan.  Verkefninu er stýrt af Austurbrú í samvinnu við FAUST og öll sveitarfélögin á Austurlandi.  Verkefnið fjallar um að þróa Austurland sem búsetukost fyrir fólk, fjölskyldur og fyrirtæki.  Samhliða þeirri vinnu verður Áfangastaðurinn Austurland mótaður í samstarfi hagsmunaaðila,íbúa og sveitarfélög á Austurlandi.  Aðferðafræði hönnunar er lögð til grundavallar í vinnunni en hún byggir á rannsóknarvinnu og samtali við íbúa og notendur (destination design )   

Áfangastaðurinn Austurland er þriggja ára verkefni og lokahnykkur í fyrsta hluta verkefnisins er að safna upplýsingum frá íbúum og ferðamönnum á svæðinu. Íbúar Austurlands eru hvattir til að taka þátt í mótun áfangastaðarins og geta gert það með því að svara spurningalista sjá hlekk hér fyrir neðan

https://www.surveymonkey.com/r/MR8SGJ2

í haust verður haldin vinnustofa þar sem hagsmunaaðilum verður boðin þátttaka og verkefnið og niðurstöður vinnustofu kynntar ítarlega fyrir íbúum fjórðungsins.

Ef einhverjar spurningar vakna er um að gera að hafa beint samband við verkefnastjóra verkefnisins:

María Hjálmarsdóttir, maria@austurbru.is, sími: 470 3826 / 848 2218 Daniel Byström, daniel@designnation.se, sími: 0046 739 133895

 


Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur