Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Áfram bjartsýn á millilandaflug um Egilsstaði

María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, er bjartsýn á að millilandaflug komist aftur á um flugvöllinn á Egilsstöðum á næstu árum þótt Discover the World hafi ákveðið að halda ekki áfram áætlunarflugi sínu. Dýrmæt reynsla hafi orðið til í sumar.

„Ég hefði að sjálfsögðu viljað að flugið hefði haldið áfram næsta sumar. Þegar maður vinnur að stórum þróunarverkefnum þá auðvitað koma upp áskoranir eins og þessi –af henni lærum við þó og höldum áfram,“ segir María. „Það að koma á millilandaflugi á aðra velli en Keflavík er verulega stórt verkefni sem hefur áhrif á ferðaþjónustuna í landinu. Bæði Norður- og Austurland vinna að kappi af því að ná inn flugi og það mun takast á næstu árum það er ég viss um. Við erum afar bjartsýn á millilandaflug á Egilsstaði á næstu árum. Við höldum ótrauð áfram og erum nú þegar að skoða aðra möguleika.“

Sjá frétt á heimasíðu Austurfréttar. 


Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur