Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Austurland Freeride Festival

Austurland Freeride Festival er ný fjallaskíða- og brettahátíð sem haldin verður í Fjarðabyggð dagana 28. febrúar til 1. mars 2020. Áhersla er lögð á að njóta náttúrunnar í austfirsku ölpunum undir leiðsögn vanra, staðkunnra fjallamanna. 

Ýmis konar menningarviðburðir verða í boði á svæðinu, t.d. tónleikar, kvöldvökur og matarupplifanir. 

 Aðalviðburðurinn (tveggja daga, einungis á færi vanra fjallamanna): 

  • Skörðin tvö: Á einum degi er farið í gegnum tvö fjallaskörð sem bæði eru í um 800 metra hæð og endað í öðrum firði en byrjað var.  
  • Tindurinn: Farið er upp á 1.000 metra háan tind og skíðað niður. 

 Byrjendanámskeið á fjallaskíðum og splitboards sem fram fer í Oddskarði: 

  • Snjóflóðanámskeið þar sem farið er yfir helstu hættur á fjöllum og viðbrögð við þeim. 
  • Almenn kennsla á búnaðinn. 

Síðasti dagurinn: Skíða- og brettafólk tekur skíðalyftuna í Oddskarði en gengur áfram upp fjallið á búnaði sínum í fylgd vanra leiðsögumanna áður en það rennir sér niður að snjólínu. 


Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur