Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fljúga beint til Egilsstaða með breska skólakrakka

Þó ekki verði framhald á áætlunarflugi Discover the World milli Lundúna og Egilsstaða næsta sumar þá ætla forsvarsmenn þessarar bresku ferðaskrifstofu að bjóða skólahópum, þar í landi, upp á beint flug á Austfirði. Fyrsta ferðin verður farin í október og að sögn Clive Stacey, forstjóra og stofnanda Discover the World, er nú þegar uppselt í hana.

Hann segir að fleiri brottförum verði bætt við ef eftirspurn reynist næg og er ætlunin að starfrækja þessar ferðir í tengslum við árleg skólafrí í Bretlandi sem haldin eru í febrúar, yfir páska og svo í október.

Of margir á suðvesturhornið

Discover the World hefur um langt skeið skipulagt ferðir fyrir breska skólahópa og segir Stacey að frumkvæðið að þessu flugi til Egilsstaða hafi meðal annars komið frá þeim kennurum sem fylgt hafi nemendum sínum til Íslands um árabil en finnist núna suðvesturhornið orðið of þéttsetið af ferðamönnum. „Við erum því mjög ánægð að geta boðið þessu fólki upp á nýjan valkost því annars er allt eins líklegt að þau hefðu hætt að leggja leið sína til Íslands með nemendur sína.”

Þetta kemur fram í frétt á fréttasíðunni Túristi.is. 


Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur