Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Sumar í HAVARÍ – tónlistarveisla í Berufirði

Svavar og Berglind, bændur á Karlsstöðum, sem eru stundum kennd við hljómsveitina Prins Póló ætla í samstarfi við Rás 2 að bjóða upp á tónlistarveislu í Berufirði í sumar en þar hefur Ríkisútvarpið aldrei áður hljóðritað tónleika.
 

Þau opnuðu í fyrrasumar veitinga- og viðburðarýmið Havarí í gömlu fjárhúshlöðunni. Þar hafa þau staðið fyrir allskonar viðburðum; kvikmyndasýningum, tónleikum, fundum og mannfögnuðum. Þau hafa nú lokið við að setja saman viðburðadagskrá fyrir sumarið og samkvæmt henni má búast við að aðal stuðið verði í Berufirðinum í sumar. 

Sjá frétt RÚV og dagskrá. 

Heimasíða HAVARÍ.


Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur