Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á fætur í Fjarðabyggð: Víkurheiði - Hellisfjörður

29. júní kl. 10:00

Upplýsingar um verð

5000
  1. Víkurheiði- Hellisfjörður- Vöðlavík. U.þ.b 15 km

Mæting á Mjóeyri við Eskifjörð kl 9:30 þar sem sameinast er í bíla.

Gengið frá Víkurheiði norður að Náttmálahnjúk þaðan sem er ægifagurt útsýni. Þaðan svo um Karlstaðarsveif og Jónsskarð til Hellisfjarðar. Síðan farið um Kvígindisdal, Vindhálsöxl og niður Dysjardal að Karlsstöðum í Vöðlavík þar sem bílar sækja göngugarpa.

Léttar veitingar að Karlstöðum, skála Ferðafélags fjarðamanna í Vöðlavík í lok ferðar.

Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson, s. 698 6980.

Verð kr. 5.000 -

GPS punktar

N65° 1' 7.774" W13° 37' 13.081"