Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Anna Karín Lárusdóttir/Stuttmyndir

20.-31. maí

Anna Karín Lárusdóttir er listamaður maímánaðar í gallerí Klaustur. Sýning á stuttmyndum hennar opnar á uppstigningardag 9.maí klukkan 15:00, listakonan er á svæðinu og myndirnar verða sýndar í kvikmyndahússtemningu á efri hæðinni. Frítt inn á opnun meðan að húsrúm leyfir. Eftir opnun færast myndirnar niður í gallerí og stendur sýningin til 31.maí.

Anna Karín er kvikmyndagerðarkona frá Egilsstöðum. Hún útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2019 og hefur síðan þá unnið meðal annars sem leikstjóri, höfundur, klippari og framleiðandi, bæði sjálfstætt en einnig hjá RÚV og Sagafilm. Hún hefur gríðarlega mikinn áhuga á samfélaginu, fjölskyldutengslum, kynjamálum og tilfinningalífi ungmenna og fjallar hún um þessi málefni í verkum sínum. Stuttmyndirnar hennar Felt Cute og XY hafa ferðast víða um heim og unnið til ýmissa verðlauna, en Anna Karín hlaut einnig viðurkenninguna “Uppfinnings ársins” á Edduverðlaunum 2024.

GPS punktar

N65° 2' 27.379" W14° 57' 11.116"

Fleiri viðburðir