Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Austurland Freeride Festival 2023

1.- 5. mars

Austurland Freeride Festival er árleg fjallaskíða- og snjóbrettahátíð haldin á Austurlandi og notar Eskifjörð og Oddsskarð sem bækistöðvar. Hún var fyrst haldin árið 2020 af áhugafólki á staðnum; fjallaleiðsögumönnum og skíðafólki sem þekkja Austfirsku fjöllin vel og sáu möguleika á að halda einstaka vetrarhátíð á hér Austurlandi.

Hátíðin í ár er með breyttu sniði en undanfarin ár, þar sem hún hefst fyrr og farið er í lengri skipulagðar ferðir með leiðsögn.

Ein þriggja daga ferð er á dagskrá, en það er ferð í Vöðlavík með Rúnari Pétri. Hún hefst 1. mars og líkur 3. mars. Í henni verður farið frá topplyftu Oddsskarðs, skinnað niður í Vöðlavík þar sem gist verður í 2 nætur og endað svo á að skíða frá topplyftu Oddsskarðs niður í Randulffs-sjóhús á Eskifirði.

Föstudaginn 3. mars verður farið í eins dags skíðaferð frá Fjarðarheiði til Eskifjarðar með Wildboys. Þetta er skemmtileg en krefjandi ganga og skíðun undir styrkri stjórn Skúla Júl og Óskars Wild.

Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku í báðum þessum ferðum, en það er gert hjá Sævari á Mjóeyri í síma 698 6980 eða á mjoeyri@mjoeyri.is.

Skemmtileg almenn dagskrá verður einnig alla helgina, þar sem boðið verður uppá ýmsa viðburði, t.a.m. Skíðabíó í Valhöll, kvöldvöku við Randulffs-sjóhús og ball með FM Belfast.

Dagskránna í heild má sjá hér fyrir neðan

Fyrir frekari upplýsingar og fréttir af hátíðinni mælum við með að followa Austurlandfreeride á Instagram og Facebook

Austurland Freeride DAGSKRÁ 2023

 

Fimmtudagur 2.mars

  • 16:00-20.00 Opið í Oddsskarði.
  • 20:00 Skíðabíó í Valhöll. Sýnd verður skíðamyndin ,,Seeking Asgard“ sem er heimildarmynd um skíðamenningu og fl.á Íslandi þar sem m.a er tekið viðtal til Sævar Guðjónsson á Mjóeyri.

Föstudagur 3.mars

  • 13:00-20.00 Opið í Oddsskarði.
  • 18:00 Rennt í Randulffs-sjóhús, lagt að stað frá Oddsskarði. Mæting við skíðaskála. Leiðarval eftir veðri og aðstæðum. Fararstjóri Sævar Guðjónsson 6986980.
  • 19:00-22.00 Kvöldvaka (Apres Ski) í og við Randulffs-sjóhús Eskifirði. Dj Anton Aus Tirol sér um stuðið. Opið fyrir matsölu á Randulffs-sjóhúsi, réttur dagsins, meðan á kvöldvökunni stendur. Veislustjóri Valgeir Ægir Ingólfsson. Kynning á skíða- og brettabúnaði frá Fjallakofanum, Wildness og Advanced Shelter. Beljandi brugghús verður með bjórkynningu og harðfisksmakk á staðnum.
  • 22:00-03.00 Tindurinn, barinn opinn.

Laugardagur 4.mars

  • 9:30 Tindurinn - gengið á fjallstind í nágrenninu. Frekari staðsetning ákveðin þegar nær dregur af leiðsögumönnum, fer eftir veðri og aðstæðum. Mæting á Mjóeyri kl 9.00 þaðan sem rútan fer. Leiðsögumenn Skúli Júlíusson og Óskar Wild Ingólfsson. Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Skúla Júlíssyni síma 8647393 eða wildboys@wildboys.is Verð kr.15.000 (25.000kr báðir dagarnir, tindurinn og skörðin tvö). Greiðist við upphaf ferðar.
  • 10:00 Extreme fjallaskíða- og splitbordferð í nágrenni Oddsskarðs. Mæting á Mjóeyri kl 9.30 þaðan sem rútan fer. Leiðsögumenn Rúnar Pétur. Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Rúnari Pétri í síma 8228211 eða runarpeturh@gmail.com Verð kr.15.000 (25.000 báðir dagarnir). Greiðist við upphaf ferðar.
  • 10:00-16.00 Opið í Oddsskarði. FM Belfast DJ set mætir á svæðið um kl 14:00 Kynning á skíða og brettabúnaði frá Fjallakofanum og Advanced Shelter.
  • 16:00-20.00 Kvöldvaka (Apres Ski) í Randulffs-sjóhúsi FM Belfast DJ set mætir á svæðið og hitar upp fyrir ballið í Valhöll
  • 18:00-20.00 Opið fyrir matsölu. Réttur dagsins í Randulffs-sjóhúsi.
  • 21:00 – 01.00 Valhöll - Ball með FM Belfast DJ set. Húsið opnar kl 20.00

Sunnudagur 5.mars

  • 9:30 Skörðin tvö, tvenn fjallaskörð í nágrenni Mjóeyrar. Frekari staðsetning ákveðin þegar nær dregur af leiðsögumönnum, fer eftir veðri og aðstæðum. Mæting á Mjóeyri kl 9.00 þaðan sem rútan fer. Leiðsögumenn Skúli Júlíusson og Óskar Wild Ingólfsson. Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Skúla Júlíussyni í síma 8647393 eða wildboys@wildboys.is Verð kr.15.000 (25.000kr báðir dagarnir tindurinn og skörðin tvö). Greiðist við upphaf ferðar.
  • 10:00 Extreme fjallaskíða- og splitbordferð í nágrenni Oddsskarðs m.a gengið á Svartafjall ofl. Mæting á Mjóeyri kl 9.30. Leiðsögumaður Rúnar Pétur. Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Rúnari Pétri í síma 8228211 eða runarpeturh@gmail.com Verð kr.15.000 (25.000 báðir dagarnir). Greiðist við upphaf ferðar.
  • 10:00-16.00 Opið í Oddsskarði

Frekari upplýsingar í síma 6986980 eða á mjoeyri@mjoeyri.is

Hinir reyndu fjallaleiðsögumenn, Jón Gauti frá Fjallaskólanum og Sævar Guðjónsson hjá Mjóeyri verða fólki innan handar með val á leiðum, miðað við aðstæður og fl.

Fjallaleiðsögumennirnir Skúli Júlíusson og Rúnar Pétur Hjörleifsson munu sjá um fjallaskíða- og brettaferðirnar.

Fjallakofinn og Advanced Shelter verða með skíða og brettabúnaðar kynningu af öllu tagi í Oddsskarði á laugardeginum og á kvöldvökum á Randulffs-sjóhúsi en þar verða líka Wildness með sínar vörur.

 

Öll velkomin á alla viðburði en nauðsynlegt að skrá sig í allar ferðirnar!!

Allir þátttakendur hátíðarinnar eru á eigin ábyrgð.

Fleiri viðburðir