Upplýsingar um verð
Hið austuríska accio piano trio var stofnað í Mozarteum University í Salzubrg árið 2013. Þau hafa komið fram í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Í gegnum ástríðu þeirra fyrir kammertónlist gera þau sitt best til að skapa tónlistarlega upplifun sem snertir við og framkallar myndir, tilfinningar og minningar í hugum áheyrenda. Helst flytja þau klassísk verk frá Vín, nútímatónlist eftir ung austurrísk tónskáld og verk sem sjaldan eru flutt, sérstaklega eftir kventónskáld.
Með efnisskrá kvöldins, “On fire, light and dark” kannar tríóið mismunandi andrúmsloft í gegnum meira en 200 ára sögu tónlistarinnar. Fyrst verður fyrsta píanótríó Joseh Haydn flutt, með tilvísun í barkokkhefðina kemur það á óvart með sterkum tilfinningum og tilþrifamiklum, næstu eldfimum endi. Eldur er grunnhugmyndin í verki hinnar kanadísku Kelly-Marie Murphy, “”Give me Phoenix Wings to Fly”. Tónleikarnir enda á hinu fræga og undurfagra Tríó Nr. 2 í Es-dúr eftir Schubert þar sem birta og myrkur kallast á.
Efnisskráin/ Programme:
Joseph Haydn: Piano Trio in g Minor, Hob XV:1 (about 1760)
Franz Schubert: Piano Trio No. 2 in E-flat Major, op. 100, D 929 (1827)
Kelly-Marie Murphy: Give Me Phoenix Wings To Fly (1997)
Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar var sett á laggirnar árið 1998 af söngkonunni og tónlistarkennaranum Muff Worden sem kom frá Bandaríkjunum til að kenna við Tónlistarskólann á Seyðisfirði. Muff lést langt fyrir aldur fram árið 2006 og er tónleikaröðin haldin í minningu og til heiðurs henni.
Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar árið 2024 hefur notið stuðnings frá Uppbyggingarsjóði Austurlands, sveitarfélaginu Múlaþingi og Síldarvinnslunni.
Nánari upplýsingar og fyrirspurnir: blaakirkjan@blaakirkjan.is og elsa.bjorgvinsdottir@mulathing.is