Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bláa kirkjan: Guðrið Hansdóttir

16. júlí kl. 20:00-22:00

Upplýsingar um verð

4000

Frábær listakona frá Færeyjum sækir okkur heim á þessum áhugaverðu tónleikum. Guðríð er söngkona, lagahöfundur og tónlistarkona sem hefur gefið út nokkrar plötur á 20 ára ferli sínu. Auk þess að vinna að sólóferli sínum er hún í rafdúettnum BYRTA og söng kvintettnum KATA. Hún vinnur með mismunandi tónlistarstíla, s.s. þjóðlagatónlist, popp, rafpopp, klassíska tónleist og rokk. Tónlist hennar hefur verið gefin út í mörgum löndum og hún hefur komið fram m.a. í Skandinavíu, Evrópu, Bandaríkjunum og Rússlandi.
Gagnrýnendur tóku nýju plötu hennar, “Gult Myrkur” vel og hún vann bæði Færeysku tónlistarverðlaunin 2023 fyrir bestu plötuna og bestu texta.
Hún vinnur nú að nýrri plötu sem mun koma út haustið 2025.

Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar var sett á laggirnar árið 1998 af söngkonunni og tónlistarkennaranum Muff Worden sem kom frá Bandaríkjunum til að kenna við Tónlistarskólann á Seyðisfirði. Muff lést langt fyrir aldur fram árið 2006 og er tónleikaröðin haldin í minningu og til heiðurs henni.

Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar árið 2024 hefur notið stuðnings frá Uppbyggingarsjóði Austurlands, sveitarfélaginu Múlaþingi og Síldarvinnslunni.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir: blaakirkjan@blaakirkjan.is og elsa.bjorgvinsdottir@mulathing.is

GPS punktar

N65° 15' 41.730" W14° 0' 38.370"

Fleiri viðburðir