Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bláa kirkjan: Kevin Ayesh

23. júlí kl. 20:00-22:00

Upplýsingar um verð

4000

Dagskrá bandaríska píanóleikarans Kevin Ayesh er sett saman úr þekktum og dáðum klassískum píanóverkum, m.a. “Pathetique” sónötu Beethovens og “Rhapsody in Blue” eftir Gershwin auk verka eftir Chopin, Brahms, Debussy og Rachmaninoff.
Kevin hefur komið fram í öllum 50 ríkum Bandaríkjanna, auk Kanada og í Evropu, og hefur fengið fjölda viðurkenningar og verðlauna fyrir leik sinn.
Píanóleik hans hefur verið lýst sem “fallega blæbrigðaríkumog að hann “snerti við tilfinningum áheyrenda”. Leikur hans ásamt áhugaverðum útskýringum hans á þeim verkum sem hann flytur, er til þess fallin að ánægjulega og eftirminnilega upplifun.

Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar var sett á laggirnar árið 1998 af söngkonunni og tónlistarkennaranum Muff Worden sem kom frá Bandaríkjunum til að kenna við Tónlistarskólann á Seyðisfirði. Muff lést langt fyrir aldur fram árið 2006 og er tónleikaröðin haldin í minningu og til heiðurs henni.

Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar árið 2024 hefur notið stuðnings frá Uppbyggingarsjóði Austurlands, sveitarfélaginu Múlaþingi og Síldarvinnslunni.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir: blaakirkjan@blaakirkjan.is og elsa.bjorgvinsdottir@mulathing.is

GPS punktar

N65° 15' 44.317" W14° 0' 38.370"

Fleiri viðburðir