Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bláa kirkjan: Tríó Akureyrar og Þórður Sigurðarson

3. júlí kl. 20:00

Upplýsingar um verð

4000

Tríó Akureyrar og Þórður Sigurðarson munu koma fram á fyrstu tónleikum Sumartónleikaraðar Bláu kirkjunni miðvikudaginn 3. júlí.
Um er að ræða sambland af þjóðlögum víða að úr heiminum, m.a. frá: Mexíkó, Finnlandi, Belgíu og Færeyjum en nafn tónleikanna er Landablanda.

Nafn tónleikanna er aðeins tvírætt, en auk þess að fjalla stuttlega um hvert þjóðlag verður komið inn á heiti hvers lands „brennívíns“, svona til gamans. Þá verða þjóðlögin einnig tengd saman með þema sem gengur eins og rauður þráður í gegnum dagskrána. Áheyrendur fá þannig áhugaverða mynd af tónlist sem vex úr jarðvegi ólíkra menningarheima og endurspeglar á sama tíma fjölbreytileika mannkyns - og fegurðina í fjölbreytileikanum.

Tríó Akureyrar samanstendur af Austfirðingnum Erlu Dóru Vogler söngkonu, Skagfirðingnum Jóni Þorsteini Reynissyni harmonikkuleikara og Eistanum Valmari Väljaots fiðlu-, harmonikku-, orgel-, píanó- og allskonar leikara. Þórður Sigurðarson orgel-, píanó- og harmonikkuleikari er Austfirðingum að góðu kunnur og starfaði um margra ára skeið sem organisti og kórstjóri í Neskaupstað, en Erla Dóra og Þórður Sigurðarson hafa áður unnið saman t.d. í hljómsveitinni Dægurlagadraumum sem skemmti Austfirðingum mörg sumur og við flutning Stabat Mater eftir Pergolesi í Mosfellsprestakalli. Nú leiða þessir fjórir tónlistarmenn saman hesta sína í fyrsta sinn. Öll eru þau þekkt fyrir fyrsta flokks tónlistarflutning og líflega framkomu.

Húsið opnar kl. 20:00 og tóneleikarnir hefjast 20:30. Aðgangseyrir er 4.000 kr. Öryrkjar og eldri borgarar: 3000 kr. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

GPS punktar

N65° 15' 40.567" W14° 0' 37.597"

Fleiri viðburðir