Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

GÚLÍGOGG – Jón Sigurpálsson, Pétur Kristjánsson, Örlygur Kristfinnsson

17. júní - 28. ágúst

Opnunin fer fram 17. júní kl. 16:00.
Sýningin stendur til 28. ágúst 2022.

Opnunartími: mán–fös 12:00-22:00, lau-sun 17:00-22:00

Sýningin nú verður þriðji og síðasti þátturinn í þrísýningnum YPSILON GOGG.
Undirbúningur að þessari sýningaröð hófst á haustmánuðum 2019 með
spekúlasjónum ásamt heimspekilegum vangaveltum og mátulegu ívafi af
tilfinningasemi gangvart þeirri vinátta sem safnakarlarnir í bæjunum þremur,
Ísafirði, Siglufirði og Seyðisfirði höfðu ræktað með sér gegnum árin. Fyrsta
sýningin, GOGG, var á Ísafirði súmarið 2020. Önnur var GÚL á Siglufirði sumarið
2021 og nú 2022 verður lokasýningin, GÚLÍGOGG, á Seyðisfirði.

Sýningarstjórn og texti: Jón Sigurpálsson, Pétur Kristjánsson og Örlygur
Kristfinnsson í samstarfi við Skaftfell

Mynd: Pétur Kristjánsson

GPS punktar

N65° 15' 41.666" W13° 59' 52.339"

Staðsetning

Skaftfell - miðstöð myndlistar á Austurlandi

Fleiri viðburðir