Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hálendið norðan Vatnajökuls - Páskar 2022

14.-19. apríl

Upplýsingar um verð

https://ferdir.fjallakofinn.is/is/product/halendid-nordan-vatnajokuls-paskar-2022

HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM PÁSKANA?

Herðubreið, Hafrahvammagljúfur, Snæfell, Laugarfell, Jökuldalsheiði, Möðrudalsfjallgarðar, Vesturöræfi, Sænautasel, Urgur, Ánavatn ... svona mætti lengi telja öll þau meira og minna þekktu örnefni staða sem farið verður um eða eru á næsta leiti í þessari flottu skíðagönguferð um hið margfræga og hrikalega víðerni norðan Vatnajökuls – m.a. hreindýraslóðir, sögusvið Sjálfstæðs fólks Laxness og athafnasvæði Kárahnjúkavirkjunar!

Fimm skíðadagar frá Möðrudal, um Sænautasel, Jökuldalinn, Laugarvalladal, meðfram Hafrahvammagljúfrum og yfir í Fljótsdalinn. Gist í skálum á leiðinni, fyrstu fjórar næturnar í svefnpokagistinu og þá síðustu í uppbúnum rúmum í Óbyggðasetrinu í Fljótsdal. Þátttakendur þurfa að vera í ágætu skíðagönguformi og þarna verður farið um á ferðaskíðum (stálkanta utanbrautargönguskíðum) með bakpoka fyrir dagsnestið og fatnað. Svefnpokum og öðrum farangri trússað á milli gististaðanna

Komdu á eigin vegum til Egilsstaða eða Möðrudals - eða fljúgðu með Icelandair til Egilsstaða (ekki innifalið, en við getum aðstoðað við pöntun á sætum o.s.frv.)

Ein með öllu, MJÖG MIKIÐ innifalið!

Þessi ferð er farin í samstarfi við Óbyggðasetrið í Fljótsdal.

 Nánari upplýsingar

 
 

 

Fleiri viðburðir