Upplýsingar um verð
12500
Heilsueflingardagurinn hefst með hressandi og endurnærandi jógagöngu. Þá tekur við hádegishressing. Eftir hana er fræðsla um mikilvægi slökunar í daglegu lífi. Inn í þá fræðslu fléttast stuttar slökunaræfingar. Þá er kaffihressing og eftir hana dásemdar slökunarstund. Í henni drekkum við hreint kakó, gerum stutta hugleiðslu og svo leiðir Solla ljúfa slökun og spilar á tónskálarnar til að enn betri slökun náist.
Dagurinn kostar 12.500 og er styrkur af verkefninu Sterkur Stöðvarfjörður. Takmarkaður fjöldi svo það er vissara að tryggja sér pláss sem fyrst !
Nánari upplýsingar og ummæli þátttakenda frá síðasta degi eru á síðunni minni: www.fridurogro.is
Nánari upplýsingar og ummæli þátttakenda frá síðasta degi eru á síðunni minni: www.fridurogro.is