Í lággróðrinum er sýning sem grefur fyrir um kerfin sem binda náttúru og menningu saman - í gegnum rætur sem næra, sagnaminni sem liggja í loftinu og krafta sem viðhalda tilveru okkar. Listafólkið á sýningunni kanna með andlegum, efnislegum og persónulegum aðferðum flókin tengslanet sem tengja okkur við landið, sameiginlegt minni og sögulega framvindu tímans. Við eigum öll rætur að rekja í lággróðrinum.
Listamenn eru: Alanis Obomsawin (Abenaki, US/CA), Edda Karólína Ævarsdóttir (IS), Eva Ísleifs (IS), Gústav Geir Bollason (IS), Hallgerður Hallgrímsdóttir (IS), Nancy Holt (US), Ragna Róbertsdóttir (IS), Regn Evu (IS), Sigrún Hrólfsdóttir (IS), Sigurður Guðmundsson (IS), Tuija Hansen (CA), Vikram Pradhan (IN/IS) & Wiola Ujazdowska (PL/IS)
Sýningarstjórn: Becky Forsythe & Þórhildur Tinna Sigurðardóttir
ARS LONGA er alþjóðlegt samtímalistasafn á Djúpavogi stofnað af myndlistarmönnunum Sigurði Guðmundssyni og Þór Vigfússyni árið 2021. ARS LONGA leggur metnað í að vera leiðandi vettvangur alþjóðlegrar samtímalistar á Íslandi með framsæknu sýningarhaldi og eflir tengsl og samvinnu við listamenn og fagaðila á alþjóðavísu með öflugri starfsemi. Markmið ARS LONGA er að safna og varðveita listaverkaeign eftir íslenska og alþjóðlega listamenn.
Sýningin er opin þri-sun. frá 12-17, lokað á mánudögum.