Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

LungA 2022

13.-17. júlí
Árið 2000 leit listahátíð LungA dagsins ljós í fyrsta sinn.
 
Um er að ræða listahátíð þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum sem lýkur með uppskeruhelgi: sýningum og tónleikum.
 
Hátíðin er frábær blanda af listum, sköpun, tjáningu og stórbrotinni náttúru. Hún hefur getið sér gott orðspor, bæði á Ísland og út fyrir landsteinana fyrir frábært andrúmsloft, námskeið af miklum gæðum og með mikilli virkni þátttakenda. Ennfremur færir hátíðin gleði, sjálfsþekkingu, elskendur, nýja vini og góðar minningar fyrir þá sem sækja hátíðina heim.
 
LungA „fjölskyldan“ samanstendur nú bæði af árlegri listahátíð og skóla. Dagsdaglega er þetta tvennt rekið sitt í hvoru lagi, en heitið, gildin og hugmyndafræðin eru af sama meiði.

GPS punktar

N65° 15' 42.075" W14° 0' 20.655"

Staðsetning

Seyðisfjörður

Fleiri viðburðir