Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Nýlistahátíð Já Sæll 2024

13. júlí kl. 17:00
Já Sæll hópurinn blæs til Nýlistahátíðar til að fagna öllu því sem nútíma- og samtímalist hafa upp á að bjóða. Nútímalist verður til sýnis um alla Fjarðarborg og á sviði verða framdir alls kyns gjörningar og listaverk.
Það verður auk þess af þessu tilefni blásið til ljóðasamkeppni. Við biðjum ykkur um að semja ljóð fyrir kvöldið og senda okkur á Facebook eða mæta með það á viðburðinn. Ljóðin verða svo lesin upp af einum sérstökum fagmanni. Í verðlaun er kassi af bjór fyrir sigurvegarann og mun ljóðahópurinn Hási Kisi vera dómnefnd.
Í matinn er listamatur. Hakksúpa eins og hún gerist best, Coq au vin du jour pollo exterme og Græn orka™. Eftirréttur og kaffi.
Mætið með okkur og hjálpið okkur að læra að meta, gera og upplifa nútímalist. Borðið góðan mat og hafið ofboðslega gaman.
Við ætlum að framkvæma alls konar list á sviði fyrir ykkur og fáum fagmenn til að rýna listina og passa að við gerum sumt rétt.
Þetta kostar 4.500 kr og mun standa eins langt inn í nóttina og þið ráðið við.
Skráning í s. 4729920 eða hér á Facebook
Sjáumst í listastuði, lærum, höfum gaman, hnussum og gerum list.
p.s. Minni á ljóðasamkeppnina sendið okkur eða mætið með ljóð!

GPS punktar

N65° 31' 38.064" W13° 49' 2.412"

Fleiri viðburðir