Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Opin vinnustofa í heimavinnslu mjólkurafurða

8.- 9. mars

Upplýsingar um verð

24.500 kr
Staðsetning: Hallormsstaðaskóli
Dagsetning: 8.- 9. mars 2023
Tímasetning: kl. 09:00 - 16:00
Námskeiðsgjald: 24.500 kr.

Sérfræðingur: Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur

 
__________________________________________________________________________________________

Í þessari vinnustofu fá þátttakendur að kynnast fjölbreytileika mjólkur og mjólkurafurða, helstu hugtök í mjólkurfræðum, hlutverk efna mjólkurinnar og þann mikla tegundafjölda sem framleiddur er úr mjólk. Farið yfir grunnatriði ostagerðar og kenndar einfaldar aðferðir við ferskar og súrar mjólkurafurðir. Innsýn í smásæjan heim gerla og hvata, nýtingu þeirra í framleiðslu – góðir og vondir gerlar ræddir, hvað ber að forðast og hvað skal kalla fram. Rætt er um tæki, tól og aðstöðu sem þarf til heimavinnslu mjólkurafurða. Ostasmakk þar sem bragðað er á innlendum og erlendum ostum með sérfræðingi og rýnt í eignleika þeirra. Þátttakendur framleiða 2 - 3 tegundir mjólkurvara sem næst að fullgera á tveimur sólarhringum, eins og skyr, jógúrt, ferskost og fetaost.

Kennsla fer fram á ensku og íslensku.
__________________________________________________________________________________________

Innifalið
Kennsla og fræðsluefni frá sérfræðingi, smakk prufur til að taka með heim, afnot af tækjum og tólum til verkefnavinnu. Afnot af hlýfðarfatnaði (bolur, svunta, höfuðfat). Hádegisverður báða dagana, kaffi og te í boði á vinnustofutíma.

Dvöl í Hallormsstaðaskóla
 
Njóttu þess að dvelja í Hallormsstaðaskóla á vinnustofunni með skóginn umvafinn í kringum þig. Gisting getur verið styrkhæf - allar upplýsingar um kostnað er að finna í gjaldskrá skólans https://hskolinn.is/skolinn/gjaldskra undir heimavist.


Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Stéttarfélög geta beðið um staðfestingu á þátttöku. 
Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til hskolinn@hskolinn.is

GPS punktar

N65° 5' 42.569" W14° 44' 18.300"

Staðsetning

Hallormsstaðaskóli

Sími