Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Snæfellshlaupið 2024

20. júlí kl. 11:00-16:00

Upplýsingar um verð

https://netskraning.is/snaefellshlaupid/

Snæfellshlaupið

Snæfellshlaupið er utanvegahlaup umhverfis Snæfell og verður haldið 20. júlí í fyrsta skipti.

Hlaupaleiðirnar

Boðið verður uppá tvær hlaupaleiðir um stórbrotið og fjölbreytt landslag við rætur Snæfells, hæsta fjall Íslands utan jökla. Lengri leiðin er 30 km og telst nokkuð krefjandi og er einungis fyrir þá hlaupara sem hafa farið í utanvegahlaup áður. Báðar vegalengdir hafa hlotið vottun frá ITRA og gefa ITRA stig.

10 km - Tanna Travel Tían (450 m hækkun)

Þátttakendum er ekið frá Snæfellsskála að bílastæðinu við Sótavistir þar sem ræst er í hlaupið klukkan 13.00. Rútan fer frá Snæfellsskála kl 11.45 og gert er ráð fyrir að rútuferðin taki um það bil þrjú korter. Hlaupið er eftir stikuðum göngustíg upp í Vatnsdal þaðan í Snæfellsskála.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 40 manns. Engar drykkjarstöðvar eru á leiðinni.

https://fatmap.com/routeid/3603080/tanna-travel-tian

30 km (870 m hækkun)

Hlaupið er ræst kl 11.00 við Snæfellsskála og hlaupið er eftir stikuðum göngustíg rangsælis í kringum Snæfell, um Þjófadali, eftir Eyjabökkunum og þaðan um Vatnsdal og að lokum er endað aftur í Snæfellsskála. Tvær drykkjarstöðvar eru á leiðinni með um það bil 10 km millibili, við Hálsakofa og Sótavistir, þar sem boðið er uppá vatn og orkudrykki. Glös verða ekki í boði á drykkjarstöðvum heldur þurfa keppendur að vera með sín eigin drykkjarílát.

https://fatmap.com/routeid/3603069/snaefell-hringur-30km

Staðsetning og gistimöguleikar

Keppendur mæti við Snæfellsskála um 30 mínútum fyrir ræsingu á lengra hlaupi og 15 mínútum fyrir brottför rútu fyrir styttra hlaupið.

Snæfellsskáli er staðsettur vestan við Snæfell í um það bil tveggja klukkutíma akstursfjarlægð frá Egilsstöðum. Vegurinn er með bundnu slitlagi langleiðina, að undanskildum seinustu 13 km sem er malarslóði og er aðeins fær jepplingum og stærri bílum.

Í Snæfellsskála er hægt að bóka gistingu, en við hann er einnig tjaldsvæði. Í um það bil 30 mín akstursfjarlægð er Laugarfell Highland Hostel þar sem keppendum bíðst að bóka gistingu með 20% afslætti daginn fyrir hlaup. Í Fljótsdal, í um það bil klukkutíma akstursfjarlægð, er fleiri möguleika að finna, s.s. Fljótsdalsgrund (með stóru tjaldsvæði), Óbyggðasetrið og Hengifoss Lodge. Þá eru enn fleiri möguleikar í boði á Hallormsstað og Egilsstöðum.

Skráning

Skráningu líkur á miðnætti 16. júlí.

10 km – Þátttökugjald 4.900 – 16 ára aldurstakmark
30 km – Þátttökugjald 9.900 – 18 ára aldurstakmark

Afhending skráningargagna verður í versluninni M-fitness, Stórhöfða 15, Reykjavík miðvikudaginn 17. júlí, kl. 11-18.

Þeir hlauparar sem ekki eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu geta sótt gögnin daginn fyrir hlaup í verslun River á Egilsstöðum, Miðvangi 6, kl 11-18.

Innifalið í þátttökugjaldi er brautarvarsla, tímataka með flögu og hressing eftir hlaup.

Keppendur fá einnig drykk og frían aðgang að baðlaugunum við Laugarfell að hlaupi loknu gegn framvísun hlaupanúmers.

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki, ásamt útdráttarverðlauna.

Nánari upplýsingar:
Vinsamlegast hafið samband við aðstandendur hlaupsins á netfangið: vinirsnaefells@gmail.com.

GPS punktar

N64° 47' 51.036" W15° 33' 41.580"

Staðsetning

Snæfell

Fleiri viðburðir